Lífið

Dana Jóna með smitandi hláturinn bjóst ekki við Facebook-vinsældunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dana Jóna hefur heillað netverja með smitandi hlátri sínum.
Dana Jóna hefur heillað netverja með smitandi hlátri sínum. Skjáskot/Facebook

Dana Jóna Sveinsdóttir, heimavinnandi húsmóðir á Dalvík, sló í gegn á samfélagsmiðlum í vikunni fyrir myndbönd sem hún hlóð inn á Facebook-síðu sína. Þar býður Dana upp á brandara, sem þykja fyndnir, en smitandi hlátur hennar hefur ekki síður vakið athygli.

Dana Jóna var tekin tali í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði þar frá kveikjunni að myndböndunum og viðtökunum sem þau hafa fengið.

„Upphaflega átti þetta að vera bara fyrir vini mína og mitt nánasta en svo fór þetta að fara víðar. Í sambandi við þessa brandara þá á ég það til að lesa þetta heima og get þá náttúrulega sprungið úr hlátri og hlegið alveg eins og asni,“ sagði Dana Jóna en brandarann sem kom henni á kortið má sjá hér að neðan.


Hún hafi því ákveðið að gamni sínu að setja fyrsta brandarann inn á Facebook-síðu sína en bjóst þó ekki við því að hann myndi slá í gegn eins og raun bar vitni.

Heyra má nýjan brandara frá Dönu Jónu, með tilheyrandi hlátrasköllum, á mínútu 2:10 í spilaranum hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.