Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 18:52 Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. vísir/getty Leikkonan Mira Sorvino var múlbundin með smokk þegar hún reyndi fyrir sér í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í hryllingsmynd þegar hún var 16 ára. Þetta var jafnframt hennar fyrsta áheyrnarprufa og fyrstu kynni hennar af leiklistarheiminum í Hollywood. Sorvino greindi frá þessari reynslu sinni þegar hún var gestur í hlaðvarpinu Hollywood Foreign Press Association. Sorvino segir að hún hafi orðið fyrir óviðeigandi framkomu af hálfu mannsins sem stýrði áheyrnarprufum fyrir hryllingsmynd. Í prufunni segir Sorvino frá því að hún hafi verið bundin við stól og að það hafi skilið eftir sig marbletti. Þetta gerði hann til þess að kalla fram viðbrögð hjá henni fyrir eitt atriðið í kvikmyndinni. Hún yrði að vera hrædd í alvörunni, útskýrir Sorvino sem reynir að skilja hvað manninum gekk til. Í kjölfarið á maðurinn að hafa múlbundið hana með smokk sem hann hafði á sér í buxnavasanum. Þegar hann losaði smokkinn sagði hann: „Afsakaðu þetta með getnaðarvörnina.“ Sorvino segir að þetta hafi, eftir á að hyggja, verið verulega óviðeigandi. Í dag veltir hún því líka fyrir sér hvers vegna í ósköpunum maðurinn hafði verið með smokk á sér í áheyrnarprufu. Í þessari fyrstu áheyrnarprufu segist Sorvino hafa skilið hvernig skemmtanageirinn virkar í raun og veru í Hollywood. Hún segist hafa reynt að harka af sér þetta atvik, enda hafi hún verið svo ung. Hún hafi ekki spurt neinna spurninga og ekki þorað að hreyfa mótmælum. Leikkonurnar Ashley Judd og Mira Sorvino hafa báðar látið til sín taka í #Metoo hreyfingunni. Þær hafa báðar greint frá áreitni og ofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveis Weinstein.Vísir/getty Margverðlaunaður leikstjóri með óviðeigandi framkomuÍ hlaðvarpinu vekur leikkonan jafnframt athygli á því að hún viti um enn einn leikstjórann í Hollywood, sem hafi margsinnis hlotið Óskarsverðlaunin, sem hafi haft í frammi óviðeigandi athugasemdir í starfi. Hún segir að maðurinn sé þekktur fyrir að vera sérlegur baráttumaður fyrir réttlæti en hann hafi engu að síður gengið yfir strikið gagnvart sér „Veistu það, þegar ég horfi á þig getur hugur minn ekki varist því að ráfa frá hinum listrænu möguleikum til hinna kynferðislegu.“ Greindi frá kynferðislegri áreitni WeinsteinsSorvino hefur verið áberandi í #metoo hreyfingunni og hún var einnig á meðal þeirra fjölmörgu kvenna sem greindu frá áreitni af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Sorvino hefur þá beðist opinberlega afsökunar á því að hafa unnið með bandaríska leikstjóranum Woody Allen í kvikmyndinni Mighy Aphrodite en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni. Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Leikkonan Mira Sorvino var múlbundin með smokk þegar hún reyndi fyrir sér í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í hryllingsmynd þegar hún var 16 ára. Þetta var jafnframt hennar fyrsta áheyrnarprufa og fyrstu kynni hennar af leiklistarheiminum í Hollywood. Sorvino greindi frá þessari reynslu sinni þegar hún var gestur í hlaðvarpinu Hollywood Foreign Press Association. Sorvino segir að hún hafi orðið fyrir óviðeigandi framkomu af hálfu mannsins sem stýrði áheyrnarprufum fyrir hryllingsmynd. Í prufunni segir Sorvino frá því að hún hafi verið bundin við stól og að það hafi skilið eftir sig marbletti. Þetta gerði hann til þess að kalla fram viðbrögð hjá henni fyrir eitt atriðið í kvikmyndinni. Hún yrði að vera hrædd í alvörunni, útskýrir Sorvino sem reynir að skilja hvað manninum gekk til. Í kjölfarið á maðurinn að hafa múlbundið hana með smokk sem hann hafði á sér í buxnavasanum. Þegar hann losaði smokkinn sagði hann: „Afsakaðu þetta með getnaðarvörnina.“ Sorvino segir að þetta hafi, eftir á að hyggja, verið verulega óviðeigandi. Í dag veltir hún því líka fyrir sér hvers vegna í ósköpunum maðurinn hafði verið með smokk á sér í áheyrnarprufu. Í þessari fyrstu áheyrnarprufu segist Sorvino hafa skilið hvernig skemmtanageirinn virkar í raun og veru í Hollywood. Hún segist hafa reynt að harka af sér þetta atvik, enda hafi hún verið svo ung. Hún hafi ekki spurt neinna spurninga og ekki þorað að hreyfa mótmælum. Leikkonurnar Ashley Judd og Mira Sorvino hafa báðar látið til sín taka í #Metoo hreyfingunni. Þær hafa báðar greint frá áreitni og ofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveis Weinstein.Vísir/getty Margverðlaunaður leikstjóri með óviðeigandi framkomuÍ hlaðvarpinu vekur leikkonan jafnframt athygli á því að hún viti um enn einn leikstjórann í Hollywood, sem hafi margsinnis hlotið Óskarsverðlaunin, sem hafi haft í frammi óviðeigandi athugasemdir í starfi. Hún segir að maðurinn sé þekktur fyrir að vera sérlegur baráttumaður fyrir réttlæti en hann hafi engu að síður gengið yfir strikið gagnvart sér „Veistu það, þegar ég horfi á þig getur hugur minn ekki varist því að ráfa frá hinum listrænu möguleikum til hinna kynferðislegu.“ Greindi frá kynferðislegri áreitni WeinsteinsSorvino hefur verið áberandi í #metoo hreyfingunni og hún var einnig á meðal þeirra fjölmörgu kvenna sem greindu frá áreitni af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Sorvino hefur þá beðist opinberlega afsökunar á því að hafa unnið með bandaríska leikstjóranum Woody Allen í kvikmyndinni Mighy Aphrodite en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni.
Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning