Kærasta Annie Mistar boðið á heimsleikana eftir að keppandi féll á lyfjaprófi Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 22:53 Annie Mist Thorisdóttir. Vísir Crossfit-drottningin Annie Mist Thorisdóttir greindi frá því í gær að kærasta hennar, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-fylki Bandaríkjanna í ágúst næstkomandi. Annie réð sér vart úr kæti þegar hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Instagram í gærkvöldi og sagði þau skötuhjúin fá að keppa aftur á sama tíma á heimsleikunum. Annie hefur unnið heimsleikana í tvígang, 2011 og 2012, og varð um leið fyrsta konan til að gera það.Hún og Fredrik kepptu saman á Crossfit-leikunum árið 2017. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn. Íslendingurinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fimmta sæti á Evrópuleikunum og fékk því sæti á heimsleikunum.Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á meðal keppenda á heimsleikunum í ágúst.Instagram/KatrintanjaÁsamt Fredrik, Annie og Björgvins munu Íslendingarnir Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir keppa á heimsleikunum.Í júní síðastliðnum tilkynnti alþjóða CrossFit-sambandið að þrír keppendur hefðu verið dæmdir í fjögurra ára keppnisbann fyrir notkun á frammistöðubætandi efnum, en öll kepptu þau í undankeppnum fyrir heimsleikana. Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera. Fjallað var um mál Ricky Garard í heimildarmyndinni The Redeemed and the Dominant: Fittest on Earth sem fjallar um heimsleikanna árið 2017 þar sem Annie Mist hafnaði til að mynda í þriðja sæti. Þar eru þessar fregnir bornar undir þá sem standa fremst í CrossFit-heiminum í dag. Þar á meðal CrossFit-meistarann Mat Fraser sem hafði minna en ekkert álit á fólki sem notar frammistöðubætandi efni sem eru á bannlista. Fregnirnar voru einnig bornar undir Söru Sigmundsdóttur og Katrínu Tönju. Í myndinni segir Katrín Tanja að hún gæti aldrei hugsað sér að standa á verðlaunapalli vitandi að hún hefði viljandi notað ólögleg frammistöðubætandi efni. „Gæti ég verið stolt af því? Vil ég vinna þannig?,“ spyr Katrín Tanja í myndinni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna. CrossFit Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Crossfit-drottningin Annie Mist Thorisdóttir greindi frá því í gær að kærasta hennar, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-fylki Bandaríkjanna í ágúst næstkomandi. Annie réð sér vart úr kæti þegar hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Instagram í gærkvöldi og sagði þau skötuhjúin fá að keppa aftur á sama tíma á heimsleikunum. Annie hefur unnið heimsleikana í tvígang, 2011 og 2012, og varð um leið fyrsta konan til að gera það.Hún og Fredrik kepptu saman á Crossfit-leikunum árið 2017. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn. Íslendingurinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fimmta sæti á Evrópuleikunum og fékk því sæti á heimsleikunum.Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á meðal keppenda á heimsleikunum í ágúst.Instagram/KatrintanjaÁsamt Fredrik, Annie og Björgvins munu Íslendingarnir Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir keppa á heimsleikunum.Í júní síðastliðnum tilkynnti alþjóða CrossFit-sambandið að þrír keppendur hefðu verið dæmdir í fjögurra ára keppnisbann fyrir notkun á frammistöðubætandi efnum, en öll kepptu þau í undankeppnum fyrir heimsleikana. Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera. Fjallað var um mál Ricky Garard í heimildarmyndinni The Redeemed and the Dominant: Fittest on Earth sem fjallar um heimsleikanna árið 2017 þar sem Annie Mist hafnaði til að mynda í þriðja sæti. Þar eru þessar fregnir bornar undir þá sem standa fremst í CrossFit-heiminum í dag. Þar á meðal CrossFit-meistarann Mat Fraser sem hafði minna en ekkert álit á fólki sem notar frammistöðubætandi efni sem eru á bannlista. Fregnirnar voru einnig bornar undir Söru Sigmundsdóttur og Katrínu Tönju. Í myndinni segir Katrín Tanja að hún gæti aldrei hugsað sér að standa á verðlaunapalli vitandi að hún hefði viljandi notað ólögleg frammistöðubætandi efni. „Gæti ég verið stolt af því? Vil ég vinna þannig?,“ spyr Katrín Tanja í myndinni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna.
CrossFit Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira