Fjórtán mánaða vísað úr landi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. júlí 2018 16:49 Fjölskyldan unir hag sínum vel á Íslandi. Vísir Albanskri fjölskyldu sem búið hefur hér á landi í hátt í tvö ár verður vísað úr landi. Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. Erna Reka er 14 mánaða dóttir Albananna Nazife og Erion og er fædd á Íslandi. Í nóvember hefst aðalmeðferð fyrir héraðsdómi í máli Ernu en lögmaður fjölskyldunnar og vinir telja að brottvísunin brjóti í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.Umsókn hafnað í febrúar Albanirnir Nazife og Erion hafa búið hérlendis í hálft annað ár, en þau eiga saman dótturina Ernu sem fæddist á Íslandi í apríl í fyrra. Þau komu fyrst hingað árið 2015 sem hælisleitendur, fengu atvinnuleyfi og störfuðu á hóteli í Reykjavík þar til þeim var vísað úr landi. Þau komu hins vegar aftur til landsins stuttu síðar og sóttu í það skiptið um dvalarleyfi. Samhliða því segjast þau hafa greitt um 700 þúsund króna reikning til ríkisins fyrir fylgd þeirra úr landi í fyrra skiptið. Dvalarleyfisumsókn þeirra var hafnað í febrúar og höfðaði fjölskyldan í framhaldinu mál fyrir dómstólum.Útlendingstofnun telur að ákvæðið eigi ekki við Í 102. grein útlendingalaga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi hafi hann átt fasta óslitna búsetu hér frá fæðingu samkvæmt þjóðskrá. Lögheimili barna hælisleitenda og umsækjenda um dvalarleyfi eru hins vegar skráð með öðrum hætti en annarra barna sem hér fæðast. Telur Útlendingastofnun því að ákvæðið eigi ekki við í tilfelli Ernu. Þessu er fjölskyldan hins vegar ósammála og er nú rekið mál fyrir héraðsdómi þar sem þau vísa meðal annars til þess að mismunandi skráning lögheimila barna sé brot á 2. grein barnasáttmálans þar sem óheimilt sé að mismuna þeim vegna stöðu foreldra sinna. Telja má að málið verði fordæmisgefandi. Tengdar fréttir Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Albanskri fjölskyldu sem búið hefur hér á landi í hátt í tvö ár verður vísað úr landi. Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. Erna Reka er 14 mánaða dóttir Albananna Nazife og Erion og er fædd á Íslandi. Í nóvember hefst aðalmeðferð fyrir héraðsdómi í máli Ernu en lögmaður fjölskyldunnar og vinir telja að brottvísunin brjóti í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.Umsókn hafnað í febrúar Albanirnir Nazife og Erion hafa búið hérlendis í hálft annað ár, en þau eiga saman dótturina Ernu sem fæddist á Íslandi í apríl í fyrra. Þau komu fyrst hingað árið 2015 sem hælisleitendur, fengu atvinnuleyfi og störfuðu á hóteli í Reykjavík þar til þeim var vísað úr landi. Þau komu hins vegar aftur til landsins stuttu síðar og sóttu í það skiptið um dvalarleyfi. Samhliða því segjast þau hafa greitt um 700 þúsund króna reikning til ríkisins fyrir fylgd þeirra úr landi í fyrra skiptið. Dvalarleyfisumsókn þeirra var hafnað í febrúar og höfðaði fjölskyldan í framhaldinu mál fyrir dómstólum.Útlendingstofnun telur að ákvæðið eigi ekki við Í 102. grein útlendingalaga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi hafi hann átt fasta óslitna búsetu hér frá fæðingu samkvæmt þjóðskrá. Lögheimili barna hælisleitenda og umsækjenda um dvalarleyfi eru hins vegar skráð með öðrum hætti en annarra barna sem hér fæðast. Telur Útlendingastofnun því að ákvæðið eigi ekki við í tilfelli Ernu. Þessu er fjölskyldan hins vegar ósammála og er nú rekið mál fyrir héraðsdómi þar sem þau vísa meðal annars til þess að mismunandi skráning lögheimila barna sé brot á 2. grein barnasáttmálans þar sem óheimilt sé að mismuna þeim vegna stöðu foreldra sinna. Telja má að málið verði fordæmisgefandi.
Tengdar fréttir Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00