Íslendingur lést á flótta undan lögreglu í Taílandi Bergþór Másson skrifar 2. júlí 2018 17:46 Taílenskt ökuskírteini Davíðs. ViralPress Sextugur íslenskur karlmaður er sagður hafa látist í bílsslysi í Taílandi á flótta frá lögreglu á fimmtudaginn. Í bílnum fundust 80 metamfetamín pillur, sjö pokar af kókaíni og stór poki fylltur af kannabisefnum. Maðurinn heitir Davíð Jónsson en gengur einnig undir nafninu David Sewell. Breska dagblaðið Daily Mail fjallaði um málið á laugardaginn á þeim forsendum að breskur ríkisborgari sem lifði tvöföldu lífi hefði látist í bílslysi. Í framhaldinu greindi Eiríkur Jónsson frá því að um Íslending var að ræða. Það hefur Vísir fengið staðfest. Samkvæmt upplýsingum á Facebook síðu Davíðs gekk hann í Menntaskólann í Reykjavík á sínum yngri árum. Davíð segist vera sjálfstætt starfandi á Facebook síðu sinni en þegar hann bjó á Íslandi var hann meðal annars markaðsstjóri útvarpsstöðvarinnar Sterío 895. Daily Mail segir að Davíð hafi átt taílenska eiginkonu og saman hafi þau átt dóttur. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafi borist beiðni um aðstoð vegna dauðfalls í Taílandi. Daily Mail heldur því fram að Davíð hafi stundað umsvifamikla eiturlyfjasölu og kúnnahópur hans hafi aðallega verið eldri borgarar. Samferðamaður sem vildi ekki láta nafns síns getið tjáði Vísi að Davíð hefði verið ljúfur náungi. Hann hefði aðhyllst búddatrú en átt í erfiðri baráttu við áfengi. Davíð er sagður hafa látist þegar hann keyrði bíl sinn inn í vörubíl á flótta undan lögreglu. Að neðan má sjá myndband sem Daily Mail birtir frá vettvangi slyssins. Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sextugur íslenskur karlmaður er sagður hafa látist í bílsslysi í Taílandi á flótta frá lögreglu á fimmtudaginn. Í bílnum fundust 80 metamfetamín pillur, sjö pokar af kókaíni og stór poki fylltur af kannabisefnum. Maðurinn heitir Davíð Jónsson en gengur einnig undir nafninu David Sewell. Breska dagblaðið Daily Mail fjallaði um málið á laugardaginn á þeim forsendum að breskur ríkisborgari sem lifði tvöföldu lífi hefði látist í bílslysi. Í framhaldinu greindi Eiríkur Jónsson frá því að um Íslending var að ræða. Það hefur Vísir fengið staðfest. Samkvæmt upplýsingum á Facebook síðu Davíðs gekk hann í Menntaskólann í Reykjavík á sínum yngri árum. Davíð segist vera sjálfstætt starfandi á Facebook síðu sinni en þegar hann bjó á Íslandi var hann meðal annars markaðsstjóri útvarpsstöðvarinnar Sterío 895. Daily Mail segir að Davíð hafi átt taílenska eiginkonu og saman hafi þau átt dóttur. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafi borist beiðni um aðstoð vegna dauðfalls í Taílandi. Daily Mail heldur því fram að Davíð hafi stundað umsvifamikla eiturlyfjasölu og kúnnahópur hans hafi aðallega verið eldri borgarar. Samferðamaður sem vildi ekki láta nafns síns getið tjáði Vísi að Davíð hefði verið ljúfur náungi. Hann hefði aðhyllst búddatrú en átt í erfiðri baráttu við áfengi. Davíð er sagður hafa látist þegar hann keyrði bíl sinn inn í vörubíl á flótta undan lögreglu. Að neðan má sjá myndband sem Daily Mail birtir frá vettvangi slyssins.
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira