Verulegar gróðurskemmdir í friðlandinu að Fjallabaki Gissur Sigurðsson skrifar 3. júlí 2018 13:16 Reglulega berast fréttir af utanvegaakstri í friðlandi að Fjallabaki. Umhverfisstofnun Verulegar gróðurskemmdir hafa orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þótt leiðin sé enn kyrfilega merkt lokuð allri umferð. Ár og jafnvel áratugi getur tekið að græða upp sum sárin. Fjallabak er svæði á svonefndum „rauðum lista“ Umhverfisstofnunar yfir mjög viðkvæm svæði. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir skemmdirnar lýsa sér aðallega í hjólförum sem hafa myndast eftir akstur bifreiða utan vega. Þetta séu skemmdir á grónu landi.Eru dæmi um óafturkræfar skemmdir? „Þessar skemmdir sem við höfum séð þarna eru margar sem taka ár eða jafnvel áratugi að jafna sig ef ekki er farið í sérstakar aðgerðir til að laga þær.“Hver á að fara í þær aðgerðir? „Þetta eru þá aðgerðir sem við höfum gripið til með okkar starfsmönnum eða verktökum sem við fáum til að lagfæra þær. Þetta eru kostnaðarsamar aðgerðir og eru þá kostaðar af Umhverfisstofnun.“ Ólafur segir aðgerðirnar geta verið mjög tímafrekar og því kostnaðarsamar. „Það getur tekið jafnvel nokkrar vikur að lagfæra.“Hafa komið upp hugmyndir um að vakta þetta, jafnvel með sjálfboðavinnu náttúruverndarfólks? „Ég hef ekki heyrt af því. Við erum að vakta þetta með okkar starfsfólki og þetta tekur náttúrulega tíma frá öðrum störfum. En við erum að fylgjast með þessum akstri og það eru starfsmenn á okkar vegum á þessu svæði en þeir geta ekki verið alls staðar og þess vegna höfum við verið að biðla til fólks um að aðstoða okkur í því að hafa augun opin,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverifsstofnun. Umhverfismál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira
Verulegar gróðurskemmdir hafa orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þótt leiðin sé enn kyrfilega merkt lokuð allri umferð. Ár og jafnvel áratugi getur tekið að græða upp sum sárin. Fjallabak er svæði á svonefndum „rauðum lista“ Umhverfisstofnunar yfir mjög viðkvæm svæði. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir skemmdirnar lýsa sér aðallega í hjólförum sem hafa myndast eftir akstur bifreiða utan vega. Þetta séu skemmdir á grónu landi.Eru dæmi um óafturkræfar skemmdir? „Þessar skemmdir sem við höfum séð þarna eru margar sem taka ár eða jafnvel áratugi að jafna sig ef ekki er farið í sérstakar aðgerðir til að laga þær.“Hver á að fara í þær aðgerðir? „Þetta eru þá aðgerðir sem við höfum gripið til með okkar starfsmönnum eða verktökum sem við fáum til að lagfæra þær. Þetta eru kostnaðarsamar aðgerðir og eru þá kostaðar af Umhverfisstofnun.“ Ólafur segir aðgerðirnar geta verið mjög tímafrekar og því kostnaðarsamar. „Það getur tekið jafnvel nokkrar vikur að lagfæra.“Hafa komið upp hugmyndir um að vakta þetta, jafnvel með sjálfboðavinnu náttúruverndarfólks? „Ég hef ekki heyrt af því. Við erum að vakta þetta með okkar starfsfólki og þetta tekur náttúrulega tíma frá öðrum störfum. En við erum að fylgjast með þessum akstri og það eru starfsmenn á okkar vegum á þessu svæði en þeir geta ekki verið alls staðar og þess vegna höfum við verið að biðla til fólks um að aðstoða okkur í því að hafa augun opin,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverifsstofnun.
Umhverfismál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira