Nálgast að vera með betri vatnsárum Landsvirkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2018 21:00 Stöðvarstjóri Þjórsársvæðis, Georg Þór Pálsson, við Þórisvatn í gær. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Það eru ekki allir sem bölva rigningunni. Stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði er kátur að sjá vatnið streyma inn í virkjunarlónin og sér fram á þetta verði með betri vatnsárum. Rætt var við Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóra Þjórsársvæðis, í fréttum Stöðvar 2.Útfall Þórisvatns var áður við norðanvert vatnið út í Köldukvísl en eftir að stíflað var við Þórisós árið 1972 varð þetta stærsta stöðuvatn landsins. Þórisvatn er jafnframt mikilvægasta vatnsforðabúr Landsvirkjunar og fæðir sex virkjanir fyrir neðan. Afrennsli Þórisvatns er nú stjórnað um lokumannvirki, sem beinir vatninu um skurð til Vatnsfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Afrennsli þess er nú til suðurs um Þórisvatnsloku en með henni er vatnsrennsli stjórnað til virkjananna. Yfirborð Þórisvatns getur sveiflast um allt að átján metra en undanfarnar vikur hefur það stigið hratt. „Við erum allavega mjög kát þegar það bætist í lónið og það hefur verið núna, frá því í annarri viku maí, mjög góð stigning í lóninu, þannig að miðað við árstíma erum við á mjög góðum stað,“ segir Georg. Þannig nemur hækkun vatnsyfirborðs sex metrum á síðustu tveimur mánuðum.Séð yfir Þórisvatn í gær. Hágöngur í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Yfirborðið er þó ekki búið að ná stöðunni á sama tíma í fyrra en síðasta vatnsár var óvenju gott, að sögn Georgs. „En þetta fer að nálgast að vera með betri vatnsárum.“ Stöðvarstjórinn reiknar þó með að úr þessu hægji á hækkuninni enda sé snjóbráðin að mestu búin. Mælar Landsvirkjunar sýna að núna vantar aðeins um tvo og hálfan metra upp á mestu mögulegu hæð en Þórisvatn fer á yfirfall í 579 metra hæð yfir sjávarmáli og telst þá fullt.Þórisvatnsloka. Yfirborð Þórisvatns fyrir innan vantar núna aðeins um tvo og hálfan metra til að komast í efstu hæð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vonandi fyllist það núna í lok ágúst eða byrjun september. Við verðum aðeins að sjá til hverju fram vindur.“ -Á þetta við um öll lón Landsvirkjunar? „Já, ég held að vatnsstaðan sé almennt mjög góð. Veðrið hefur verið okkur hagstætt, þó að allir landsmenn hafi kannski ekki verið ánægðir með það,“ segir stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Það eru ekki allir sem bölva rigningunni. Stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði er kátur að sjá vatnið streyma inn í virkjunarlónin og sér fram á þetta verði með betri vatnsárum. Rætt var við Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóra Þjórsársvæðis, í fréttum Stöðvar 2.Útfall Þórisvatns var áður við norðanvert vatnið út í Köldukvísl en eftir að stíflað var við Þórisós árið 1972 varð þetta stærsta stöðuvatn landsins. Þórisvatn er jafnframt mikilvægasta vatnsforðabúr Landsvirkjunar og fæðir sex virkjanir fyrir neðan. Afrennsli Þórisvatns er nú stjórnað um lokumannvirki, sem beinir vatninu um skurð til Vatnsfellsvirkjunar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Afrennsli þess er nú til suðurs um Þórisvatnsloku en með henni er vatnsrennsli stjórnað til virkjananna. Yfirborð Þórisvatns getur sveiflast um allt að átján metra en undanfarnar vikur hefur það stigið hratt. „Við erum allavega mjög kát þegar það bætist í lónið og það hefur verið núna, frá því í annarri viku maí, mjög góð stigning í lóninu, þannig að miðað við árstíma erum við á mjög góðum stað,“ segir Georg. Þannig nemur hækkun vatnsyfirborðs sex metrum á síðustu tveimur mánuðum.Séð yfir Þórisvatn í gær. Hágöngur í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Yfirborðið er þó ekki búið að ná stöðunni á sama tíma í fyrra en síðasta vatnsár var óvenju gott, að sögn Georgs. „En þetta fer að nálgast að vera með betri vatnsárum.“ Stöðvarstjórinn reiknar þó með að úr þessu hægji á hækkuninni enda sé snjóbráðin að mestu búin. Mælar Landsvirkjunar sýna að núna vantar aðeins um tvo og hálfan metra upp á mestu mögulegu hæð en Þórisvatn fer á yfirfall í 579 metra hæð yfir sjávarmáli og telst þá fullt.Þórisvatnsloka. Yfirborð Þórisvatns fyrir innan vantar núna aðeins um tvo og hálfan metra til að komast í efstu hæð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Vonandi fyllist það núna í lok ágúst eða byrjun september. Við verðum aðeins að sjá til hverju fram vindur.“ -Á þetta við um öll lón Landsvirkjunar? „Já, ég held að vatnsstaðan sé almennt mjög góð. Veðrið hefur verið okkur hagstætt, þó að allir landsmenn hafi kannski ekki verið ánægðir með það,“ segir stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira