Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚV Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. júní 2018 20:00 Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. Í auglýsingunni má heyra þekkta einstaklinga á borð við forsetann fyrrverandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, lesa brot úr þjóðsöngnum Ó Guð vors lands. Í lokin hljómar svo setningin „RÚV – Okkar allra“ og merki stöðvarinnar sést í mynd. Um þjóðsönginn gilda aftur á móti lög frá árinu 1983 sem takmarka hvernig nota megi sönginn.Óheimilt að nota sönginn í viðskipta- eða auglýsingaskyni Í þriðju grein laganna segir að þjóðsönginn skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Þá sé ekki heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Í sjöttu grein laganna segir enn fremur að brot gegn þeim geti varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Í síðustu viku var fjallað um brot RÚV gegn lögum um RÚV, þar sem stofnunin hafði látið hjá líða að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um.Frétt Stöðvar 2: RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæliVið það tilefni fundaði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra með útvarpsstjóra, en mál fjölmiðla heyra undir ráðuneyti hennar. Lilja baðst aftur á móti undan viðtali í dag. Mál er snúa að notkun þjóðsöngsins heyra aftur á móti undir forsætisráðuneytið, en í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að ábending hafi borist vegna auglýsingarinnar. Málið sé nú til skoðunar og verði m.a. lagt mat á hvort tilefni sé til að óska formlegra skýringa frá RÚV. Forsvarsmenn RÚV veittu ekki viðtal vegna málsins í dag, en í skriflegu svari frá Hildi Harðardóttur, framkvæmdastjóra samskipta, þróunar og mannauðssviðs, segir aftur á móti að notkunin sé takmörkuð við ljóð Matthíasar Jochumssonar og því ekki um hinn eiginlega þjóðsöng að ræða. Þá geti notkunin tæplega talist í auglýsingaskyni, enda sé um dagskrárkynningu að ræða. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. Í auglýsingunni má heyra þekkta einstaklinga á borð við forsetann fyrrverandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, lesa brot úr þjóðsöngnum Ó Guð vors lands. Í lokin hljómar svo setningin „RÚV – Okkar allra“ og merki stöðvarinnar sést í mynd. Um þjóðsönginn gilda aftur á móti lög frá árinu 1983 sem takmarka hvernig nota megi sönginn.Óheimilt að nota sönginn í viðskipta- eða auglýsingaskyni Í þriðju grein laganna segir að þjóðsönginn skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Þá sé ekki heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Í sjöttu grein laganna segir enn fremur að brot gegn þeim geti varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Í síðustu viku var fjallað um brot RÚV gegn lögum um RÚV, þar sem stofnunin hafði látið hjá líða að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um.Frétt Stöðvar 2: RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæliVið það tilefni fundaði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra með útvarpsstjóra, en mál fjölmiðla heyra undir ráðuneyti hennar. Lilja baðst aftur á móti undan viðtali í dag. Mál er snúa að notkun þjóðsöngsins heyra aftur á móti undir forsætisráðuneytið, en í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að ábending hafi borist vegna auglýsingarinnar. Málið sé nú til skoðunar og verði m.a. lagt mat á hvort tilefni sé til að óska formlegra skýringa frá RÚV. Forsvarsmenn RÚV veittu ekki viðtal vegna málsins í dag, en í skriflegu svari frá Hildi Harðardóttur, framkvæmdastjóra samskipta, þróunar og mannauðssviðs, segir aftur á móti að notkunin sé takmörkuð við ljóð Matthíasar Jochumssonar og því ekki um hinn eiginlega þjóðsöng að ræða. Þá geti notkunin tæplega talist í auglýsingaskyni, enda sé um dagskrárkynningu að ræða.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira