Innlent

Tvær þyrlur kallaður út vegna slysa: Annað slysið átti sér stað á fótboltaleik

Birgir Olgeirsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Ernir
Landhelgisgæslunni bárust tvö útköll á þriðja og fjórða tímanum í dag vegna sjúkraflutninga.

Annars vegar þurfti að senda þyrlu eftir slösuðum sjómanni á norsku skipi sem er statt suður af landinu en hins vegar vegna slasaðs einstaklings á Snæfellsnesi.

Þyrlan sem sótti einstaklinginn á Snæfellsnes lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 17 í dag en þegar þetta er ritað stendur útkallið enn yfir sem varðar sjómanninn á norska skipinu.

Greint er frá því á vef Morgunblaðsins að á sem slasaðist á Snæfellsnesi lenti í samstuði við annan leikmann í leik Víðis í Garði og Vík­ings í Ólafs­vík á Hellissandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×