Lífið

Borgarar og bekkpressa á Akureyri

Andri Eysteinsson skrifar
Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá tíunda þáttinn.

Eftir tónleika á Sauðárkróki var komið að Akureyringum að sjá Emmsjé Gauta.

Dagurinn byrjaði snemma en góðvinur Gauta, Aron Can, var væntanlegur með flugi snemma morguns.

Föruneytið hélt á Hamborgarafabrikkuna á Akureyri þar sem talið barst að lyftingagetu trommarans hárprúða Kela. Yfirlýsingar Kela enduðu með 100.000 kr veðmáli Gauta.

Því var haldið beint í ræktina að útkljá veðmálið. Um kvöldið var troðið upp á Græna hattinum.

Næst er komið að Ísafirði.






Tengdar fréttir

JóiPé og Króli „handteknir“ á Blönduósi

Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×