Lífið

Reykt og „battlað“ á Sauðárkróki

Samúel Karl Ólason skrifar
Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá níunda þáttinn.

Í gærkvöldi voru tónleikar á Sauðárkróki og hittu Gauti og félagar þá Arnar Frey og Helga Sæmund og fengu þeir að sjá hvað strákarnir í Úlfi Úlfi gerðu þegar þeir voru að alast upp á Sauðárkróki. Þá reyndu strákarnir að fleyta kerlingar með, að virðist, mjög takmörkuðum árangri.

Því næst skpiluðu þeir körfubolta við unga stráka og voru 500 krónur lagðar undir.

Næst verður stoppað á Akureyri.


Tengdar fréttir

Prinsinn krýndi Gauta konung kvöldsins

Næsti viðkomustaður Gauta á hringferð hans um landið var konungshöllin á Karlsstöðum í Berufirði þar sem Prins Póló og eiginkona hans ráða ríkjum.

JóiPé og Króli „handteknir“ á Blönduósi

Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×