Innlent

Ölvaður ökumaður hótaði lögreglu

Andri Eysteinsson skrifar
Lögreglan hafði hendur í hári ölvaðs ökumanns sem hafði flúið klessta bifreið sína.
Lögreglan hafði hendur í hári ölvaðs ökumanns sem hafði flúið klessta bifreið sína. Vísir/Eyþór


Tilkynnt var um ölvaðan ökumann í miðbæ Hafnarfjarðar um rétt fyrir hádegi í dag.

Bifreið mannsins fannst mannlaus og skemmd, en henni hafði verið ekið á vegkant og vegrið með þeim afleiðingum að hún varð óökufær.

Með aðstoð vitna höfðu lögreglumenn upp á ökumanninum skömmu síðar.

Ökumaðurinn var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, vörslu fíkniefna, fyrir hótanir gegn lögreglumönnum og fleira.

Maðurinn verður vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra hann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.