Lífið

Corden hættur að borða kjöt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
James Corden er búinn að missa næstum 40 kíló á síðustu mánuðum.
James Corden er búinn að missa næstum 40 kíló á síðustu mánuðum. Vísir/Getty

Þáttastjórnandinn James Corden segist vera hættur að borða kjöt eftir að hafa lesið um meðferðina sem fílar þurfi að sæta.

„Ég fór í uppnám þegar ég las um dýravelferð meðan ég snæddi beikonsamloku,“ sagði Corden í samtali við Radio Times þar sem hann ræddi mataræðisbreytinguna.

„Ég hugsaði með mér: Veistu, þú getur ekki kvartað yfir meðferðinni á fílum þegar þér er alveg sama um svínin. Ég vona að ég nái að halda þessu til streitu, ég mun svo sannarlega reyna það.“

Þessa dagana er Corden að kynna nýjustu mynd sína, Ocean's 8, en að sögn breska ríkisútvarpsins þurfti hann að missa um 38 kíló fyrir hlutverkið. Það hafi hann til að mynda gert með mataræðisbreytingum og segir Corden að næsta skref sé að hætta algjörlega að borða fisk.

„Þetta er eitthvað sem ég geri skref fyrir skref,“ segir Corden.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.