Flúðaorka mun framleiða rafmagn úr jarðhita Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. júní 2018 20:00 Fulltrúar verkefnisins við jarðhitaholuna á jörðinni Kópsvatni í Hrunamannahreppi. Frá vinstri, Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri, Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti, Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku og Ruben Havsed, markaðstjóri Climeon fyrirtækisins í Svíþjóð sem sér um tækjabúnaðinn. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna er í Hrunamannahreppi fyrir nýju verkefni sem snýst um að framleiða rafmagn úr stórri jarðhitaholu á jörðinni Kópsvatni. Fyrirtækið Varmaorka sem stendur að verkefninu í samvinnu við heimamenn ætlar sér að reisa og starfrækja jarðhitavirkjanir á nokkrum stöðum á Íslandi. Holan gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Nú stendur til að fanga orku úr umframhita holunnar og framleiða rafmagn. Það er Flúðaorka og Varmaorka sem standa að verkefninu. „Við erum að tala um framleiðslu á rafmagni úr jarðhita úr lághita sem er nýjung á Íslandi, háhitinn hefur verið mest nýttur eins og flestir vita. Nú er tækifærið til að framleiða rafmagn á hverjum stað hjá heimamönnum en það er held ég eitthvað sem ansi margir hafa verið að bíða eftir. „Við erum að taka efsta hlutann, hita toppinn og framleiða rafmagn áður en þetta fer til húshitunar. Það er tækifæri sem ég held að fáir á Íslandi hafi áttað á sig á að yrði mögulegt. Nú er verið að gera þetta í fyrsta sinn úr lághitanum“, segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku sem vinnur verkefnið í samvinnu við Flúðaorku og Hrunamannahrepp.Holan á Kópsvatni gefur gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Búnaðurinn frá sænska fyrirtækinu Climeon gerir kleift að fanga orku úr umframhita úr holunni.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn af hverju er ekki löngu búið að gera þetta? „Þessi tækni hefur ekki verið til. Við erum að vinna með Sænskum aðila sem að framleiða vélbúnað sem gerir þetta kleift og það er að byrja hér á Kópsvatni í Hrunamannahreppi“, segir Rangar enn fremur. Mikil spenna og eftirvænting er hjá heimamönnum vegna verkefnisins enda nóg af heitu vatni í sveitarfélaginu. „Við erum að selja vatnið til Flúðaorku og fáum þar náttúrulega tekjur. Svo er þetta vonandi fyrsta skrefið í það að við sjáum um meiri rafmagnsleiðslu í sveitarfélaginu, kannski bara fyrir allt sveitarfélagið. Þetta er mjög skemmtileg tækni og gaman að það skuli vera hægt að nýta hana hér“, segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Vonast er til að rafmagnsframleiðslan komi til að hefjast í haust en það rafmagn verður þá í fyrstu selt inn á kerfið hjá RARIK. Orkumál Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Mikil spenna er í Hrunamannahreppi fyrir nýju verkefni sem snýst um að framleiða rafmagn úr stórri jarðhitaholu á jörðinni Kópsvatni. Fyrirtækið Varmaorka sem stendur að verkefninu í samvinnu við heimamenn ætlar sér að reisa og starfrækja jarðhitavirkjanir á nokkrum stöðum á Íslandi. Holan gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Nú stendur til að fanga orku úr umframhita holunnar og framleiða rafmagn. Það er Flúðaorka og Varmaorka sem standa að verkefninu. „Við erum að tala um framleiðslu á rafmagni úr jarðhita úr lághita sem er nýjung á Íslandi, háhitinn hefur verið mest nýttur eins og flestir vita. Nú er tækifærið til að framleiða rafmagn á hverjum stað hjá heimamönnum en það er held ég eitthvað sem ansi margir hafa verið að bíða eftir. „Við erum að taka efsta hlutann, hita toppinn og framleiða rafmagn áður en þetta fer til húshitunar. Það er tækifæri sem ég held að fáir á Íslandi hafi áttað á sig á að yrði mögulegt. Nú er verið að gera þetta í fyrsta sinn úr lághitanum“, segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku sem vinnur verkefnið í samvinnu við Flúðaorku og Hrunamannahrepp.Holan á Kópsvatni gefur gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Búnaðurinn frá sænska fyrirtækinu Climeon gerir kleift að fanga orku úr umframhita úr holunni.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn af hverju er ekki löngu búið að gera þetta? „Þessi tækni hefur ekki verið til. Við erum að vinna með Sænskum aðila sem að framleiða vélbúnað sem gerir þetta kleift og það er að byrja hér á Kópsvatni í Hrunamannahreppi“, segir Rangar enn fremur. Mikil spenna og eftirvænting er hjá heimamönnum vegna verkefnisins enda nóg af heitu vatni í sveitarfélaginu. „Við erum að selja vatnið til Flúðaorku og fáum þar náttúrulega tekjur. Svo er þetta vonandi fyrsta skrefið í það að við sjáum um meiri rafmagnsleiðslu í sveitarfélaginu, kannski bara fyrir allt sveitarfélagið. Þetta er mjög skemmtileg tækni og gaman að það skuli vera hægt að nýta hana hér“, segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Vonast er til að rafmagnsframleiðslan komi til að hefjast í haust en það rafmagn verður þá í fyrstu selt inn á kerfið hjá RARIK.
Orkumál Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira