Akurey snýr fljótt aftur til veiða eftir bilun í vél Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2018 19:30 Skipstjórinn á Akurey reiknar með að skipið haldi aftur til veiða á fimmtudag en varðskipið Þór kom með það til hafnar í Reykjavík í dag eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins í gærmorgun. Aldrei hafi verið nein hætta á ferðum enda veður gott þar sem vélin bilaði og alla leiðina til hafnar. Það var um klukkan 6:20 í gærmorgun sem skipstjórinn á Akurey óskaði aðstoðar eftir að skipið varð vélarvana úti fyrir Vestfjörðum. Varðskipið Þór var þá statt á Bíldudal og hélt þegar til aðstoðar. Skipið var komið að Akureynni um klukkan hálf eitt í gær og tæpum sólarhring síðar komu skipin til hafnar í Reykjavík. Það er aðeins ár síðan þetta eitt glæsilegasta skip fiskiskipaflotans kom fyrst til hafnar frá Tyrklandi þar sem það var smíðað eins og systurskipin Engey og Viðey en skipin eru í eigu HB Granda. Skipstjórinn um borð er Eiríkur Jónsson, farsæl aflakló, en hann segir undirlyftustöng hafa brotnað í einni aðalvéla skipsins.Voruð þið þá alveg vélarvana? „Já, það er svona svipað og það fari ventill í bíl. Það er ekkert hægt að hreyfa.“Hvernig var sjórinn þegar þetta gerðist? „Það var bara blíða, fínasta veður.”Náttúrlega ekkert þá amað að mönnum? „Nei, nei ekki neitt,” sagði Eiríkur nýstiginn á land í Reykjavíkurhöfn.Akurey í dag.Vísir/Friðrik ÞórÞað hafi gengið eins og í sögu að koma taug milli Akureynnar og varðskipsins. En áhöfnin hefði verið fjóra sólarhringa á veiðum þegar vélin bilaði og átt einn dag eftir á veiðum. Komnir vel með í skipið? „Já, við vorum komnir með 140 tonn. Áttum eftir að ná í tíu tonn af karfa í viðbót miðað við það sem við máttum veiða.” Er ekki hundfúlt þegar svona gerist? „Jú en allt í lagi í svona góðu veðri. En þetta er aldrei skemmtilegt,” svarar Eiríkur sallarólegur. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að viðgerð taki langan tíma og reiknar með að haldið verði aftur til veiða á fimmtudag. Hins vegar botnar hann lítið í veiðiráðgjöf Hafró sem sjávarútvegsráðherra staðfesti í dag sem aflamark fyrir næsta ár. Það sé gott fiskirí á öllum tegundum nema ýsu sem megi auka veiðar á um 40 prósent en hafi ekki sést á togaraslóðum í mörg ár. “ „Þannig að það kemur alla vega mér í opna skjöldu að það sé verið að bæta við ýsu. Svo er hún bara smá sem fæst, eitthvað dót. Þetta er alla vega ekki eitthvað sem við rekumst á daglega; ýsa,“ segir Eiríkur Jónsson. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Skipstjórinn á Akurey reiknar með að skipið haldi aftur til veiða á fimmtudag en varðskipið Þór kom með það til hafnar í Reykjavík í dag eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins í gærmorgun. Aldrei hafi verið nein hætta á ferðum enda veður gott þar sem vélin bilaði og alla leiðina til hafnar. Það var um klukkan 6:20 í gærmorgun sem skipstjórinn á Akurey óskaði aðstoðar eftir að skipið varð vélarvana úti fyrir Vestfjörðum. Varðskipið Þór var þá statt á Bíldudal og hélt þegar til aðstoðar. Skipið var komið að Akureynni um klukkan hálf eitt í gær og tæpum sólarhring síðar komu skipin til hafnar í Reykjavík. Það er aðeins ár síðan þetta eitt glæsilegasta skip fiskiskipaflotans kom fyrst til hafnar frá Tyrklandi þar sem það var smíðað eins og systurskipin Engey og Viðey en skipin eru í eigu HB Granda. Skipstjórinn um borð er Eiríkur Jónsson, farsæl aflakló, en hann segir undirlyftustöng hafa brotnað í einni aðalvéla skipsins.Voruð þið þá alveg vélarvana? „Já, það er svona svipað og það fari ventill í bíl. Það er ekkert hægt að hreyfa.“Hvernig var sjórinn þegar þetta gerðist? „Það var bara blíða, fínasta veður.”Náttúrlega ekkert þá amað að mönnum? „Nei, nei ekki neitt,” sagði Eiríkur nýstiginn á land í Reykjavíkurhöfn.Akurey í dag.Vísir/Friðrik ÞórÞað hafi gengið eins og í sögu að koma taug milli Akureynnar og varðskipsins. En áhöfnin hefði verið fjóra sólarhringa á veiðum þegar vélin bilaði og átt einn dag eftir á veiðum. Komnir vel með í skipið? „Já, við vorum komnir með 140 tonn. Áttum eftir að ná í tíu tonn af karfa í viðbót miðað við það sem við máttum veiða.” Er ekki hundfúlt þegar svona gerist? „Jú en allt í lagi í svona góðu veðri. En þetta er aldrei skemmtilegt,” svarar Eiríkur sallarólegur. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að viðgerð taki langan tíma og reiknar með að haldið verði aftur til veiða á fimmtudag. Hins vegar botnar hann lítið í veiðiráðgjöf Hafró sem sjávarútvegsráðherra staðfesti í dag sem aflamark fyrir næsta ár. Það sé gott fiskirí á öllum tegundum nema ýsu sem megi auka veiðar á um 40 prósent en hafi ekki sést á togaraslóðum í mörg ár. “ „Þannig að það kemur alla vega mér í opna skjöldu að það sé verið að bæta við ýsu. Svo er hún bara smá sem fæst, eitthvað dót. Þetta er alla vega ekki eitthvað sem við rekumst á daglega; ýsa,“ segir Eiríkur Jónsson.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira