Dúxaði MR með fimmtu hæstu einkunn frá upphafi Sylvía Hall skrifar 2. júní 2018 16:47 Hörður segist alls ekki hafa legið yfir bókunum alla skólagönguna og því hafi þessi árangur komið skemmtilega á óvart. Aðsend Hörður Tryggvi Bragason er dúx Menntaskólans í Reykjavík í ár með einkunnina 9,86. Hann er með fimmtu hæstu einkunn í 172 ára sögu skólans og segir að árangurinn hafi komið sjálfum sér töluvert á óvart. „Þetta kom mér alveg algjörlega í opna skjöldu. Ég bjóst ekki við þessu, ég vissi alveg að mér hefði gengið vel en bjóst samt ekki alveg við því að ég myndi dúxa.“ segir Hörður og segist enn vera í örlitlu spennufalli eftir gærdaginn, en hann útskrifaðist af náttúrufræðibraut. Gott jafnvægi á milli náms og félagslífs Hann segist aldrei hafa einsett sér að ná því markmiði að dúxa en hafi alla tíð haldið þokkalega vel á spöðunum í námi og fundið jafnvægið milli náms og félagslífs. Hann hafi því átt von á því að útskrifast með ágætiseinkunn en árangurinn hafi farið langt fram úr eigin væntingum. „Ég var alls ekki límdur við skrifborðið mitt. Ég reyndi að halda félagslífinu og náminu í jöfnum hlutföllum en lagði samt hart að mér.“ Það mætti segja að Hörður væri tvíútskrifaður úr menntaskóla, en hann fór í skiptinám til Spánar á vegum Mundo árið 2014 og útskrifaðist einnig úr menntaskóla þar á meðan dvölinni stóð. „Það dregur kannski eitthvað úr þessu afreki“ segir Hörður léttur. Aðspurður hvað taki við segist hann ekki hafa tekið neina endanlega ákvörðun. Hann geti vel hugsað sér að fara bæði í eitthvað tengt hugvísindum og raunvísindum, en stefnan er þó sett á háskólanám í haust. „Það verður bara eitthvað sem mér finnst skemmtilegt.“ Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Hörður Tryggvi Bragason er dúx Menntaskólans í Reykjavík í ár með einkunnina 9,86. Hann er með fimmtu hæstu einkunn í 172 ára sögu skólans og segir að árangurinn hafi komið sjálfum sér töluvert á óvart. „Þetta kom mér alveg algjörlega í opna skjöldu. Ég bjóst ekki við þessu, ég vissi alveg að mér hefði gengið vel en bjóst samt ekki alveg við því að ég myndi dúxa.“ segir Hörður og segist enn vera í örlitlu spennufalli eftir gærdaginn, en hann útskrifaðist af náttúrufræðibraut. Gott jafnvægi á milli náms og félagslífs Hann segist aldrei hafa einsett sér að ná því markmiði að dúxa en hafi alla tíð haldið þokkalega vel á spöðunum í námi og fundið jafnvægið milli náms og félagslífs. Hann hafi því átt von á því að útskrifast með ágætiseinkunn en árangurinn hafi farið langt fram úr eigin væntingum. „Ég var alls ekki límdur við skrifborðið mitt. Ég reyndi að halda félagslífinu og náminu í jöfnum hlutföllum en lagði samt hart að mér.“ Það mætti segja að Hörður væri tvíútskrifaður úr menntaskóla, en hann fór í skiptinám til Spánar á vegum Mundo árið 2014 og útskrifaðist einnig úr menntaskóla þar á meðan dvölinni stóð. „Það dregur kannski eitthvað úr þessu afreki“ segir Hörður léttur. Aðspurður hvað taki við segist hann ekki hafa tekið neina endanlega ákvörðun. Hann geti vel hugsað sér að fara bæði í eitthvað tengt hugvísindum og raunvísindum, en stefnan er þó sett á háskólanám í haust. „Það verður bara eitthvað sem mér finnst skemmtilegt.“
Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira