Menning

Shoplifter fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2019

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Shoplifter ásamt sýningarstjóranum sínum, Birtu Guðjónsdóttur.
Shoplifter ásamt sýningarstjóranum sínum, Birtu Guðjónsdóttur. Vísir/Egill
Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, sem er betur þekkt undir listamannsnafni sínu Shoplifter, verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist á næsta ári.Greint var frá þessu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði Shoplifter í viðtali við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann, að það væri dásamleg tilfinning að hafa verið valin sem fulltrúi á tvíæringnum sem er ein virtasta myndlistarhátíð í heimi.Shoplifter hefur búið og starfað sem listamaður í New York í fjöldamörg ár en sýning hennar í Listasafni Íslands í fyrra þar sem hár og gervihár var í aðalhlutverki vakti mikla athygli.Alls bárust 17 tillögur frá listamönnum og sýningarstjórum til Kynningamiðstöðvar íslenskrar myndlistar um hver ætti að vera fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á næsta ári. Var Shoplifter valin úr þeim hópi en sýningarstjóri hennar er Birta Guðjónsdóttir.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Móteitur við leiðindum

Hrafnhildur Arnardóttir listamaður verst þunglyndi og almennum leiðindum með sköpun og kímnigáfu. Hún fann ekki farveg fyrir húmorinn í myndlist sinni fyrr en hún flutti til New York.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.