„Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2018 22:26 Strákarnir okkar fyrir framan vél Icelandair rétt fyrir brottför frá Keflavík í morgun. Vísir/Vilhelm Martin Hermannsson, landsliðs- og atvinnumaður í körfubolta og húmoristi, fylgist vel með ferðalagi karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM. Martin er sjállur afar liðtækur knattspyrnumaður og aldrei að vita hve langt hann hefði náð hefði hann valið fótboltann fram yfir körfuboltann. Strákarnir héldu frá Keflavík í dag, klæddir í sitt fínasta púss. Um er að ræða sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum og var þeim vel fagnað í Leifsstöð við brottför. Var smellt í klassíska mynd við flugvélina en þar gripu bindishnútar nokkurra leikmanna auga Martins. „Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp,“ segir Martin á Twitter og „taggar“ föður sinn, Hermann Hauksson. Hermann, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og sérfræðingur í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, starfar í Boss búðinni. Hann leggur mikið upp úr því að vera vel til fara og má sannarlega kalla tískulöggu. Þegar þetta er skrifað hefur Hermann ekki svarað kalli sonar síns en tístið hefur vakið mikla athygli og virðast margir hafa húmor fyrir því. Meðal annars Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, sem deilir tístinu. Þó ekki FH-ingurinn Rósmundur Magnússon. Hann tekur gríni Martins ekkert sérstaklega vel og spyr hvort bindishnútar strákanna í körfuboltalandsliðinu hafi verið í lagi þegar liðið fór á EM í Finnlandi. Okkar menn í körfunni töpuðu leikjum sínum fimm.Tístið hjá Martin má sjá hér að neðan. Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp. @HemmiHaukspic.twitter.com/g8CDgwzP7k — Martin Hermannsson (@hermannsson15) June 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Martin Hermannsson, landsliðs- og atvinnumaður í körfubolta og húmoristi, fylgist vel með ferðalagi karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM. Martin er sjállur afar liðtækur knattspyrnumaður og aldrei að vita hve langt hann hefði náð hefði hann valið fótboltann fram yfir körfuboltann. Strákarnir héldu frá Keflavík í dag, klæddir í sitt fínasta púss. Um er að ræða sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum og var þeim vel fagnað í Leifsstöð við brottför. Var smellt í klassíska mynd við flugvélina en þar gripu bindishnútar nokkurra leikmanna auga Martins. „Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp,“ segir Martin á Twitter og „taggar“ föður sinn, Hermann Hauksson. Hermann, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og sérfræðingur í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, starfar í Boss búðinni. Hann leggur mikið upp úr því að vera vel til fara og má sannarlega kalla tískulöggu. Þegar þetta er skrifað hefur Hermann ekki svarað kalli sonar síns en tístið hefur vakið mikla athygli og virðast margir hafa húmor fyrir því. Meðal annars Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, sem deilir tístinu. Þó ekki FH-ingurinn Rósmundur Magnússon. Hann tekur gríni Martins ekkert sérstaklega vel og spyr hvort bindishnútar strákanna í körfuboltalandsliðinu hafi verið í lagi þegar liðið fór á EM í Finnlandi. Okkar menn í körfunni töpuðu leikjum sínum fimm.Tístið hjá Martin má sjá hér að neðan. Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp. @HemmiHaukspic.twitter.com/g8CDgwzP7k — Martin Hermannsson (@hermannsson15) June 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira