Innlent

Segir Palestínumenn bera ábyrgð á eigin örlögum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi telur orðspor ríkisins eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann segir Hamas-samtökin notfæra sér dauðsföll Palestínumanna til að öðlast samúð alþjóðasamfélagsins á meðan Ísraelar telji mikilvægara að treysta varnir landsins.

Raphael Schults, sendiherra hefur aðsetur í Noregi en hann flýtti fyrirhugaðri ferð sinni hingað til lands sem átti að vera í næsta mánuði. Hann segir nýjustu vendingar við Gaza-ströndina, flutning bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem og sigur Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hafa haft í för með sér ósanngjarna umfjöllun gagnvart Ísrael, í vestrænum fjölmiðlum.

„Þar sem að Ísrael er sterki aðilinn og Palestína er veikari aðili, þá er mjög yfirborðsleg hugsun sem segir að hinum sterka sé alltaf um að kenna,“ segir Schultz.

Hann segir deiluna milli Ísraels og Palestínu annars vegar snúast um baráttuna um varnir landsins og hins baráttu um álit almennings. Hann segir Hamas-samtökin nýta sér dauðsföll Palestínumanna í þeim tilgangi að öðlast samúð fjölmiðla. Ísrael leggi aftur á móti meiri áherslu á varnir landsins, en Palestínumenn séu með yfirhöndina þegar kemur að almenningsáliti á alþjóðavísu.

Aðspurður segir hann Ísraela enga ábyrgð bera vegna dauðsfalla Palestínumanna á Gaza-svæðinu að undanförnu. Aðgerðir hersins hafi verið réttmætar en þrátt fyrir það leggjast Ísraelar gegn því að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsaki meinta glæpi hersins líkt og Palestínumenn hafa farið fram á. Í spilaranum hér fyrir ofan má finna viðtalið við sendiherrann í heild sinni.

Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en ítarlegra viðtal við Schults að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×