Borg syndanna að breytast í íþróttaborg Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2018 23:30 Leikmenn Vegas Golden Knigts fagna deildarmeistaratitlinum á svellinu á dögunum en Stanley-bikarinn er skammt undan. vísir/Getty Íshokkí Las Vegas gengur undir hinum ýmsu nöfnum, borg syndanna, borg ljósanna, höfuðborg veðmála og leikvöllur Bandaríkjanna. Hingað til hefur borgin ekki haft mikil tengsl við íþróttir, þar til nú. Í miðri eyðimörkinni, þar sem 20 sentímetra snjókoma setti samfélagið á hliðina fyrir tíu árum, er skyndilega búið að stofna íshokkíliðið Vegas Golden Knights. Þykja þeir líklegir til að vinna Stanley-bikarinn á fyrsta ári sínu eftir stofnun enda með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu gegn Washington Capitals. Er þetta í fyrsta sinn í 38 ár sem lið kemst í úrslitakeppnina í íshokkíi á fyrsta ári sínu og fyrsta sinn í fimmtíu ár sem lið kemst í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu. Það er ekki aðeins í íshokkíinu sem Las Vegas er að skjótast fram á sjónarsviðið í bandarísku íþróttalífi en nýlega hófst fyrsta tímabil Las Vegas Aces í WNBA-deildinni. Þá eru tvö ár í að nýr völlur Raiders-manna í NFL-deildinni verði opnaður í eyðimörkinni og að þeir flytji sig um set frá Oakland yfir til Las Vegas. Hér áður fyrr höfðu eigendur liða í stóru íþróttadeildum Bandaríkjanna áhyggjur af freistingum sem biðu leikmanna í borginni. Vandræði myndu fylgja því að leika reglulega í Las Vegas en íshokkí-liðið hefur sýnt að það er hægt að reka íþróttafélög í borg syndanna.Nýliðarnir komnir alla leið Bandaríska deildarkerfið í íþróttum tryggir það að þegar ný lið eru stofnuð fái þau greiðan aðgang að góðum leikmönnum til að geta teflt fram samkeppnishæfu liði. Fengu forráðamenn annarra liða að velja nokkra leikmenn í sínum herbúðum sem væru ósnertanlegir. Eftir það fengu forráðamenn Vegas Golden Knights að velja sér leikmenn úr herbúðum andstæðinganna. Þar náðu þeir í burðarása liðsins og bættu svo við ungum og efnilegum leikmönnum í árlegu nýliðavali deildarinnar. Þrátt fyrir það var talið svo gott sem ómögulegt að Golden Knights myndi fara í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu enda fimmtíu ár síðan lið komst í úrslitin á fyrsta ári sínu eftir stofnun. Í aðdraganda fyrsta leiks tímabilsins og fyrsta leik liðsins var framið voðaverk í borginni. Alls létust 58 manns og 851 særðist í skotárás rúmum kílómetra frá höllinni sem Golden Knights leikur í. Gerðist það aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leikinn og var athyglin skiljanlega á allt öðrum stað en á hokkívellinum í frumraun Golden Knights. Hokkíliðið sameinaði íbúa borgarinnar með góðu gengi en níu af fyrstu tíu heimaleikjunum unnust. Var alltaf beðið eftir því að liðinu myndi fatast flugið en því hefur tekist að standast öll áföll tímabilsins til þessa og skyldi engan undra að það ynni stærsta bikar bandarískra íþrótta, Stanley-bikarinn, á næstu dögum. kristinnpall@frettabladid.is Aðrar íþróttir Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Íshokkí Las Vegas gengur undir hinum ýmsu nöfnum, borg syndanna, borg ljósanna, höfuðborg veðmála og leikvöllur Bandaríkjanna. Hingað til hefur borgin ekki haft mikil tengsl við íþróttir, þar til nú. Í miðri eyðimörkinni, þar sem 20 sentímetra snjókoma setti samfélagið á hliðina fyrir tíu árum, er skyndilega búið að stofna íshokkíliðið Vegas Golden Knights. Þykja þeir líklegir til að vinna Stanley-bikarinn á fyrsta ári sínu eftir stofnun enda með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu gegn Washington Capitals. Er þetta í fyrsta sinn í 38 ár sem lið kemst í úrslitakeppnina í íshokkíi á fyrsta ári sínu og fyrsta sinn í fimmtíu ár sem lið kemst í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu. Það er ekki aðeins í íshokkíinu sem Las Vegas er að skjótast fram á sjónarsviðið í bandarísku íþróttalífi en nýlega hófst fyrsta tímabil Las Vegas Aces í WNBA-deildinni. Þá eru tvö ár í að nýr völlur Raiders-manna í NFL-deildinni verði opnaður í eyðimörkinni og að þeir flytji sig um set frá Oakland yfir til Las Vegas. Hér áður fyrr höfðu eigendur liða í stóru íþróttadeildum Bandaríkjanna áhyggjur af freistingum sem biðu leikmanna í borginni. Vandræði myndu fylgja því að leika reglulega í Las Vegas en íshokkí-liðið hefur sýnt að það er hægt að reka íþróttafélög í borg syndanna.Nýliðarnir komnir alla leið Bandaríska deildarkerfið í íþróttum tryggir það að þegar ný lið eru stofnuð fái þau greiðan aðgang að góðum leikmönnum til að geta teflt fram samkeppnishæfu liði. Fengu forráðamenn annarra liða að velja nokkra leikmenn í sínum herbúðum sem væru ósnertanlegir. Eftir það fengu forráðamenn Vegas Golden Knights að velja sér leikmenn úr herbúðum andstæðinganna. Þar náðu þeir í burðarása liðsins og bættu svo við ungum og efnilegum leikmönnum í árlegu nýliðavali deildarinnar. Þrátt fyrir það var talið svo gott sem ómögulegt að Golden Knights myndi fara í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu enda fimmtíu ár síðan lið komst í úrslitin á fyrsta ári sínu eftir stofnun. Í aðdraganda fyrsta leiks tímabilsins og fyrsta leik liðsins var framið voðaverk í borginni. Alls létust 58 manns og 851 særðist í skotárás rúmum kílómetra frá höllinni sem Golden Knights leikur í. Gerðist það aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leikinn og var athyglin skiljanlega á allt öðrum stað en á hokkívellinum í frumraun Golden Knights. Hokkíliðið sameinaði íbúa borgarinnar með góðu gengi en níu af fyrstu tíu heimaleikjunum unnust. Var alltaf beðið eftir því að liðinu myndi fatast flugið en því hefur tekist að standast öll áföll tímabilsins til þessa og skyldi engan undra að það ynni stærsta bikar bandarískra íþrótta, Stanley-bikarinn, á næstu dögum. kristinnpall@frettabladid.is
Aðrar íþróttir Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira