Borg syndanna að breytast í íþróttaborg Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2018 23:30 Leikmenn Vegas Golden Knigts fagna deildarmeistaratitlinum á svellinu á dögunum en Stanley-bikarinn er skammt undan. vísir/Getty Íshokkí Las Vegas gengur undir hinum ýmsu nöfnum, borg syndanna, borg ljósanna, höfuðborg veðmála og leikvöllur Bandaríkjanna. Hingað til hefur borgin ekki haft mikil tengsl við íþróttir, þar til nú. Í miðri eyðimörkinni, þar sem 20 sentímetra snjókoma setti samfélagið á hliðina fyrir tíu árum, er skyndilega búið að stofna íshokkíliðið Vegas Golden Knights. Þykja þeir líklegir til að vinna Stanley-bikarinn á fyrsta ári sínu eftir stofnun enda með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu gegn Washington Capitals. Er þetta í fyrsta sinn í 38 ár sem lið kemst í úrslitakeppnina í íshokkíi á fyrsta ári sínu og fyrsta sinn í fimmtíu ár sem lið kemst í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu. Það er ekki aðeins í íshokkíinu sem Las Vegas er að skjótast fram á sjónarsviðið í bandarísku íþróttalífi en nýlega hófst fyrsta tímabil Las Vegas Aces í WNBA-deildinni. Þá eru tvö ár í að nýr völlur Raiders-manna í NFL-deildinni verði opnaður í eyðimörkinni og að þeir flytji sig um set frá Oakland yfir til Las Vegas. Hér áður fyrr höfðu eigendur liða í stóru íþróttadeildum Bandaríkjanna áhyggjur af freistingum sem biðu leikmanna í borginni. Vandræði myndu fylgja því að leika reglulega í Las Vegas en íshokkí-liðið hefur sýnt að það er hægt að reka íþróttafélög í borg syndanna.Nýliðarnir komnir alla leið Bandaríska deildarkerfið í íþróttum tryggir það að þegar ný lið eru stofnuð fái þau greiðan aðgang að góðum leikmönnum til að geta teflt fram samkeppnishæfu liði. Fengu forráðamenn annarra liða að velja nokkra leikmenn í sínum herbúðum sem væru ósnertanlegir. Eftir það fengu forráðamenn Vegas Golden Knights að velja sér leikmenn úr herbúðum andstæðinganna. Þar náðu þeir í burðarása liðsins og bættu svo við ungum og efnilegum leikmönnum í árlegu nýliðavali deildarinnar. Þrátt fyrir það var talið svo gott sem ómögulegt að Golden Knights myndi fara í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu enda fimmtíu ár síðan lið komst í úrslitin á fyrsta ári sínu eftir stofnun. Í aðdraganda fyrsta leiks tímabilsins og fyrsta leik liðsins var framið voðaverk í borginni. Alls létust 58 manns og 851 særðist í skotárás rúmum kílómetra frá höllinni sem Golden Knights leikur í. Gerðist það aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leikinn og var athyglin skiljanlega á allt öðrum stað en á hokkívellinum í frumraun Golden Knights. Hokkíliðið sameinaði íbúa borgarinnar með góðu gengi en níu af fyrstu tíu heimaleikjunum unnust. Var alltaf beðið eftir því að liðinu myndi fatast flugið en því hefur tekist að standast öll áföll tímabilsins til þessa og skyldi engan undra að það ynni stærsta bikar bandarískra íþrótta, Stanley-bikarinn, á næstu dögum. kristinnpall@frettabladid.is Aðrar íþróttir Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Sjá meira
Íshokkí Las Vegas gengur undir hinum ýmsu nöfnum, borg syndanna, borg ljósanna, höfuðborg veðmála og leikvöllur Bandaríkjanna. Hingað til hefur borgin ekki haft mikil tengsl við íþróttir, þar til nú. Í miðri eyðimörkinni, þar sem 20 sentímetra snjókoma setti samfélagið á hliðina fyrir tíu árum, er skyndilega búið að stofna íshokkíliðið Vegas Golden Knights. Þykja þeir líklegir til að vinna Stanley-bikarinn á fyrsta ári sínu eftir stofnun enda með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu gegn Washington Capitals. Er þetta í fyrsta sinn í 38 ár sem lið kemst í úrslitakeppnina í íshokkíi á fyrsta ári sínu og fyrsta sinn í fimmtíu ár sem lið kemst í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu. Það er ekki aðeins í íshokkíinu sem Las Vegas er að skjótast fram á sjónarsviðið í bandarísku íþróttalífi en nýlega hófst fyrsta tímabil Las Vegas Aces í WNBA-deildinni. Þá eru tvö ár í að nýr völlur Raiders-manna í NFL-deildinni verði opnaður í eyðimörkinni og að þeir flytji sig um set frá Oakland yfir til Las Vegas. Hér áður fyrr höfðu eigendur liða í stóru íþróttadeildum Bandaríkjanna áhyggjur af freistingum sem biðu leikmanna í borginni. Vandræði myndu fylgja því að leika reglulega í Las Vegas en íshokkí-liðið hefur sýnt að það er hægt að reka íþróttafélög í borg syndanna.Nýliðarnir komnir alla leið Bandaríska deildarkerfið í íþróttum tryggir það að þegar ný lið eru stofnuð fái þau greiðan aðgang að góðum leikmönnum til að geta teflt fram samkeppnishæfu liði. Fengu forráðamenn annarra liða að velja nokkra leikmenn í sínum herbúðum sem væru ósnertanlegir. Eftir það fengu forráðamenn Vegas Golden Knights að velja sér leikmenn úr herbúðum andstæðinganna. Þar náðu þeir í burðarása liðsins og bættu svo við ungum og efnilegum leikmönnum í árlegu nýliðavali deildarinnar. Þrátt fyrir það var talið svo gott sem ómögulegt að Golden Knights myndi fara í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu enda fimmtíu ár síðan lið komst í úrslitin á fyrsta ári sínu eftir stofnun. Í aðdraganda fyrsta leiks tímabilsins og fyrsta leik liðsins var framið voðaverk í borginni. Alls létust 58 manns og 851 særðist í skotárás rúmum kílómetra frá höllinni sem Golden Knights leikur í. Gerðist það aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leikinn og var athyglin skiljanlega á allt öðrum stað en á hokkívellinum í frumraun Golden Knights. Hokkíliðið sameinaði íbúa borgarinnar með góðu gengi en níu af fyrstu tíu heimaleikjunum unnust. Var alltaf beðið eftir því að liðinu myndi fatast flugið en því hefur tekist að standast öll áföll tímabilsins til þessa og skyldi engan undra að það ynni stærsta bikar bandarískra íþrótta, Stanley-bikarinn, á næstu dögum. kristinnpall@frettabladid.is
Aðrar íþróttir Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn