Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á sér Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2018 12:15 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Forseti Alþýðusambandsins segir ekki nýtt að formaður VR lýsi vantrausti á hann. Miðstjórn ASÍ telji nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri í aðdraganda kjarasamninga og þings sambandsins til að skapa umræðu um kjarastefnu verkalýðshreyfingarinnar. Það sé undarlegt ef banna eigi umræðu um stefnuna í kjaramálum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur boðað vantrauststillögu á Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambandsins vegna myndbands sem ASÍ hefur birt þar sem farið er yfir árangur kjarasamninga á undanförnum áratugum. Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á hann og gagnrýni Alþýðusambandið og það hafi fleiri gert eins og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjarastefnan hafi verið mótuð innan ASÍ og síðan framkvæmd af verkalýðsfélögunum sem geri hina eiginlegu kjarasamninga. „Og það hefur a.m.k. síðan árið 1990 verið samstaða um að það beri að hækka lægstu launin meira en meðallaun. Það hefur skilað sér í árangri verkalýðsfélaganna. En það er auðvitað mjög dapurlegt að á sama tíma hafa stjórnvöld fundið sig knúin til að hækka skatta á þetta sama fólk. Lækkað barnabætur og skert vaxta- og húsnæðisbætur þrátt fyrir verulega aukinn húsnæðiskostnað,“ segir Gylfi. Allir innan verkalýðshreyfingarinnar sé sammála um að því hafi kaupmáttur þessara hópa ekki fengið að vaxa eins og til var ætlast og stefnt var að vegna stjórnvaldsaðgerða. Ragnar Þór hefur áður lýst vantrausti á Gylfa og beðið lægri hlut fyrir honum í framboði til embættis forseta Alþýðusambandsins. Hann boðar formlega vantrauststillögu öðru hvoru megin við helgina. „Nú ætlar hann sem sagt að boða formlega vantrauststillögu. Ég hlakka bara til að sjá í hvaða formi hún er. Ég er kosinn á þingum Alþýðusambandsins. Það er þing Alþýðusambandsins í haust. Þar hafa menn allt tilefni til þess, ef ég fer fram, að taka þá umræðu. Nú ef ég fer fram geta menn aftur boðið sig fram (gegn mér). Hann hefur gert það í tvígang. En Ragnar hefur málfrelsi og tillögurétt í miðstjórn. Hann hefur reyndar kosið að mæta ekki á fundi þar undanfarna mánuði. En hann hefur þennan rétt og ég vil bara fá að sjá hvernig hann ætlar að bera þetta upp. Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Gylfi. Hann segist ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram á ný í forsetaembættið en láti hins vegar hvorki bjóða sér né Alþýðusambandinu upp á að umræða um stefnu sambandsins í kjaramálum verði bönnuð. Hann sé að efna til umræðu í aðildarfélögunum um þær áskoranir sem uppi séu í kjaramálum þannig að hægt sé að móta stefnuna fyrir þing ASÍ í október. „Það er alveg ljóst að Ragnar eða Vilhjálmur Birgisson hafa á undanförnum misserum, mánuðum og jafnvel árum mjög opinskátt gagnrýnt stefnu Alþýðusambandsins. Og það er allt í lagi. Ég hef aldrei sakað þá um að mega ekki gera það. En á móti tel ég hins vegar að Alþýðusambandið hafi fullan rétt til þess að setja fram upplýsingar og umræðu um þá stefnu sem hér hefur verið ríkjandi í næst um þrjátíu ár. Það er síðan okkar þingfulltrúa á endanum, þrjú hundruð talsins, að móta stefnu samtakanna. En ekki með svona yfirgangi og bann tilhneigingum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Tengdar fréttir Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir ekki nýtt að formaður VR lýsi vantrausti á hann. Miðstjórn ASÍ telji nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri í aðdraganda kjarasamninga og þings sambandsins til að skapa umræðu um kjarastefnu verkalýðshreyfingarinnar. Það sé undarlegt ef banna eigi umræðu um stefnuna í kjaramálum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur boðað vantrauststillögu á Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambandsins vegna myndbands sem ASÍ hefur birt þar sem farið er yfir árangur kjarasamninga á undanförnum áratugum. Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á hann og gagnrýni Alþýðusambandið og það hafi fleiri gert eins og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjarastefnan hafi verið mótuð innan ASÍ og síðan framkvæmd af verkalýðsfélögunum sem geri hina eiginlegu kjarasamninga. „Og það hefur a.m.k. síðan árið 1990 verið samstaða um að það beri að hækka lægstu launin meira en meðallaun. Það hefur skilað sér í árangri verkalýðsfélaganna. En það er auðvitað mjög dapurlegt að á sama tíma hafa stjórnvöld fundið sig knúin til að hækka skatta á þetta sama fólk. Lækkað barnabætur og skert vaxta- og húsnæðisbætur þrátt fyrir verulega aukinn húsnæðiskostnað,“ segir Gylfi. Allir innan verkalýðshreyfingarinnar sé sammála um að því hafi kaupmáttur þessara hópa ekki fengið að vaxa eins og til var ætlast og stefnt var að vegna stjórnvaldsaðgerða. Ragnar Þór hefur áður lýst vantrausti á Gylfa og beðið lægri hlut fyrir honum í framboði til embættis forseta Alþýðusambandsins. Hann boðar formlega vantrauststillögu öðru hvoru megin við helgina. „Nú ætlar hann sem sagt að boða formlega vantrauststillögu. Ég hlakka bara til að sjá í hvaða formi hún er. Ég er kosinn á þingum Alþýðusambandsins. Það er þing Alþýðusambandsins í haust. Þar hafa menn allt tilefni til þess, ef ég fer fram, að taka þá umræðu. Nú ef ég fer fram geta menn aftur boðið sig fram (gegn mér). Hann hefur gert það í tvígang. En Ragnar hefur málfrelsi og tillögurétt í miðstjórn. Hann hefur reyndar kosið að mæta ekki á fundi þar undanfarna mánuði. En hann hefur þennan rétt og ég vil bara fá að sjá hvernig hann ætlar að bera þetta upp. Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Gylfi. Hann segist ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram á ný í forsetaembættið en láti hins vegar hvorki bjóða sér né Alþýðusambandinu upp á að umræða um stefnu sambandsins í kjaramálum verði bönnuð. Hann sé að efna til umræðu í aðildarfélögunum um þær áskoranir sem uppi séu í kjaramálum þannig að hægt sé að móta stefnuna fyrir þing ASÍ í október. „Það er alveg ljóst að Ragnar eða Vilhjálmur Birgisson hafa á undanförnum misserum, mánuðum og jafnvel árum mjög opinskátt gagnrýnt stefnu Alþýðusambandsins. Og það er allt í lagi. Ég hef aldrei sakað þá um að mega ekki gera það. En á móti tel ég hins vegar að Alþýðusambandið hafi fullan rétt til þess að setja fram upplýsingar og umræðu um þá stefnu sem hér hefur verið ríkjandi í næst um þrjátíu ár. Það er síðan okkar þingfulltrúa á endanum, þrjú hundruð talsins, að móta stefnu samtakanna. En ekki með svona yfirgangi og bann tilhneigingum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Tengdar fréttir Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02