Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á sér Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2018 12:15 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Forseti Alþýðusambandsins segir ekki nýtt að formaður VR lýsi vantrausti á hann. Miðstjórn ASÍ telji nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri í aðdraganda kjarasamninga og þings sambandsins til að skapa umræðu um kjarastefnu verkalýðshreyfingarinnar. Það sé undarlegt ef banna eigi umræðu um stefnuna í kjaramálum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur boðað vantrauststillögu á Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambandsins vegna myndbands sem ASÍ hefur birt þar sem farið er yfir árangur kjarasamninga á undanförnum áratugum. Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á hann og gagnrýni Alþýðusambandið og það hafi fleiri gert eins og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjarastefnan hafi verið mótuð innan ASÍ og síðan framkvæmd af verkalýðsfélögunum sem geri hina eiginlegu kjarasamninga. „Og það hefur a.m.k. síðan árið 1990 verið samstaða um að það beri að hækka lægstu launin meira en meðallaun. Það hefur skilað sér í árangri verkalýðsfélaganna. En það er auðvitað mjög dapurlegt að á sama tíma hafa stjórnvöld fundið sig knúin til að hækka skatta á þetta sama fólk. Lækkað barnabætur og skert vaxta- og húsnæðisbætur þrátt fyrir verulega aukinn húsnæðiskostnað,“ segir Gylfi. Allir innan verkalýðshreyfingarinnar sé sammála um að því hafi kaupmáttur þessara hópa ekki fengið að vaxa eins og til var ætlast og stefnt var að vegna stjórnvaldsaðgerða. Ragnar Þór hefur áður lýst vantrausti á Gylfa og beðið lægri hlut fyrir honum í framboði til embættis forseta Alþýðusambandsins. Hann boðar formlega vantrauststillögu öðru hvoru megin við helgina. „Nú ætlar hann sem sagt að boða formlega vantrauststillögu. Ég hlakka bara til að sjá í hvaða formi hún er. Ég er kosinn á þingum Alþýðusambandsins. Það er þing Alþýðusambandsins í haust. Þar hafa menn allt tilefni til þess, ef ég fer fram, að taka þá umræðu. Nú ef ég fer fram geta menn aftur boðið sig fram (gegn mér). Hann hefur gert það í tvígang. En Ragnar hefur málfrelsi og tillögurétt í miðstjórn. Hann hefur reyndar kosið að mæta ekki á fundi þar undanfarna mánuði. En hann hefur þennan rétt og ég vil bara fá að sjá hvernig hann ætlar að bera þetta upp. Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Gylfi. Hann segist ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram á ný í forsetaembættið en láti hins vegar hvorki bjóða sér né Alþýðusambandinu upp á að umræða um stefnu sambandsins í kjaramálum verði bönnuð. Hann sé að efna til umræðu í aðildarfélögunum um þær áskoranir sem uppi séu í kjaramálum þannig að hægt sé að móta stefnuna fyrir þing ASÍ í október. „Það er alveg ljóst að Ragnar eða Vilhjálmur Birgisson hafa á undanförnum misserum, mánuðum og jafnvel árum mjög opinskátt gagnrýnt stefnu Alþýðusambandsins. Og það er allt í lagi. Ég hef aldrei sakað þá um að mega ekki gera það. En á móti tel ég hins vegar að Alþýðusambandið hafi fullan rétt til þess að setja fram upplýsingar og umræðu um þá stefnu sem hér hefur verið ríkjandi í næst um þrjátíu ár. Það er síðan okkar þingfulltrúa á endanum, þrjú hundruð talsins, að móta stefnu samtakanna. En ekki með svona yfirgangi og bann tilhneigingum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Tengdar fréttir Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir ekki nýtt að formaður VR lýsi vantrausti á hann. Miðstjórn ASÍ telji nauðsynlegt að koma upplýsingum á framfæri í aðdraganda kjarasamninga og þings sambandsins til að skapa umræðu um kjarastefnu verkalýðshreyfingarinnar. Það sé undarlegt ef banna eigi umræðu um stefnuna í kjaramálum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur boðað vantrauststillögu á Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambandsins vegna myndbands sem ASÍ hefur birt þar sem farið er yfir árangur kjarasamninga á undanförnum áratugum. Gylfi segir ekki nýtt að Ragnar Þór lýsi vantrausti á hann og gagnrýni Alþýðusambandið og það hafi fleiri gert eins og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjarastefnan hafi verið mótuð innan ASÍ og síðan framkvæmd af verkalýðsfélögunum sem geri hina eiginlegu kjarasamninga. „Og það hefur a.m.k. síðan árið 1990 verið samstaða um að það beri að hækka lægstu launin meira en meðallaun. Það hefur skilað sér í árangri verkalýðsfélaganna. En það er auðvitað mjög dapurlegt að á sama tíma hafa stjórnvöld fundið sig knúin til að hækka skatta á þetta sama fólk. Lækkað barnabætur og skert vaxta- og húsnæðisbætur þrátt fyrir verulega aukinn húsnæðiskostnað,“ segir Gylfi. Allir innan verkalýðshreyfingarinnar sé sammála um að því hafi kaupmáttur þessara hópa ekki fengið að vaxa eins og til var ætlast og stefnt var að vegna stjórnvaldsaðgerða. Ragnar Þór hefur áður lýst vantrausti á Gylfa og beðið lægri hlut fyrir honum í framboði til embættis forseta Alþýðusambandsins. Hann boðar formlega vantrauststillögu öðru hvoru megin við helgina. „Nú ætlar hann sem sagt að boða formlega vantrauststillögu. Ég hlakka bara til að sjá í hvaða formi hún er. Ég er kosinn á þingum Alþýðusambandsins. Það er þing Alþýðusambandsins í haust. Þar hafa menn allt tilefni til þess, ef ég fer fram, að taka þá umræðu. Nú ef ég fer fram geta menn aftur boðið sig fram (gegn mér). Hann hefur gert það í tvígang. En Ragnar hefur málfrelsi og tillögurétt í miðstjórn. Hann hefur reyndar kosið að mæta ekki á fundi þar undanfarna mánuði. En hann hefur þennan rétt og ég vil bara fá að sjá hvernig hann ætlar að bera þetta upp. Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Gylfi. Hann segist ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram á ný í forsetaembættið en láti hins vegar hvorki bjóða sér né Alþýðusambandinu upp á að umræða um stefnu sambandsins í kjaramálum verði bönnuð. Hann sé að efna til umræðu í aðildarfélögunum um þær áskoranir sem uppi séu í kjaramálum þannig að hægt sé að móta stefnuna fyrir þing ASÍ í október. „Það er alveg ljóst að Ragnar eða Vilhjálmur Birgisson hafa á undanförnum misserum, mánuðum og jafnvel árum mjög opinskátt gagnrýnt stefnu Alþýðusambandsins. Og það er allt í lagi. Ég hef aldrei sakað þá um að mega ekki gera það. En á móti tel ég hins vegar að Alþýðusambandið hafi fullan rétt til þess að setja fram upplýsingar og umræðu um þá stefnu sem hér hefur verið ríkjandi í næst um þrjátíu ár. Það er síðan okkar þingfulltrúa á endanum, þrjú hundruð talsins, að móta stefnu samtakanna. En ekki með svona yfirgangi og bann tilhneigingum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Tengdar fréttir Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Boðar formlegt vantraust á Gylfa vegna auglýsingar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, heitir því að gefa út formlega vantraustyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, á allra næstu dögum. 11. maí 2018 06:02