Svona er röð laganna í Eurovision ákveðin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 17:30 Christer Björkman framleiðandi Eurovision keppninnar. Skjáskot/Youtube Röðun laganna í söngvakeppni eins og Eurovision er engin tilviljun og er mikil hugsun á bak við hina fullkomnu lagauppröðun. Eftir báðar undankeppnirnar sest framleiðandinn niður með sínu teymi og talar um bestu leiðina til þess að raða niður lögunum á úrslitakvöldinu. „Þetta snýst allt um að byggja upp flotta sýningu,“ segir Christer Björkman framleiðandi keppninnar. „Þú vilt byrja á góðri orku og koma partýinu af stað.“ Hann segir að þetta sé næstum því eins og að setja upp söngleik. „Þetta er eins og að búa til lag úr mörgum lögum.“ Nauðsynlegt að hafa gott flæði Það sem Björkman þarf svo að taka inn í reikninginn er að lögin eru dregin inn í annað hvort fyrri eða seinni hluta úrslitakvöldsins. Einnig þarf að hafa í huga alla aukahlutina sem fylgja sumum atriðunum, en starfsfólkið hefur aðeins 40 sekúndur á milli laga til þess að ganga frá og gera tilbúið fyrir næsta atriði. Við skipulagið notar hann litríka minnismiða sem límdir eru upp á stóra töflu. „Post-it miðarnir minna mig á það hvernig lagið er og hvernig tilfinningu það gefur mér.“ Litirnir gefa honum vísbendingu um það hvort gott flæði sé á uppröðuninni, þegar hann er enn að kynnast lögunum snemma í ferlinu. Aldrei fimm ballöður í röð „Til að láta hvert lag skína og verða demanturinn sem það á að vera, þarf að umkringja það með tveimur ólíkum lögum og það get ég gert þegar ég hef tækifærið til þess. Það er margt sem þarf að taka tillit til.“ „Það er sviðsmyndin, litur atriðisins, því ég vil helst ekki seta fjögur rauð atriði í röð, svo er það hraðinn, stundum tungumálið.“ Einnig spáir hann stundum í kyni flytjanda og hvort um er að ræða einstakling eða hóp. „Það eru svo margar breytur sem ég get notað en það mikilvægasta er orka lagsins og tegund. Ég myndi ekki setja þrjú hröð popplög í röð til dæmis og ég myndi ekki setja fimm ballöður í röð, aldrei.“ Eurovision Tengdar fréttir Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52 „Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Röðun laganna í söngvakeppni eins og Eurovision er engin tilviljun og er mikil hugsun á bak við hina fullkomnu lagauppröðun. Eftir báðar undankeppnirnar sest framleiðandinn niður með sínu teymi og talar um bestu leiðina til þess að raða niður lögunum á úrslitakvöldinu. „Þetta snýst allt um að byggja upp flotta sýningu,“ segir Christer Björkman framleiðandi keppninnar. „Þú vilt byrja á góðri orku og koma partýinu af stað.“ Hann segir að þetta sé næstum því eins og að setja upp söngleik. „Þetta er eins og að búa til lag úr mörgum lögum.“ Nauðsynlegt að hafa gott flæði Það sem Björkman þarf svo að taka inn í reikninginn er að lögin eru dregin inn í annað hvort fyrri eða seinni hluta úrslitakvöldsins. Einnig þarf að hafa í huga alla aukahlutina sem fylgja sumum atriðunum, en starfsfólkið hefur aðeins 40 sekúndur á milli laga til þess að ganga frá og gera tilbúið fyrir næsta atriði. Við skipulagið notar hann litríka minnismiða sem límdir eru upp á stóra töflu. „Post-it miðarnir minna mig á það hvernig lagið er og hvernig tilfinningu það gefur mér.“ Litirnir gefa honum vísbendingu um það hvort gott flæði sé á uppröðuninni, þegar hann er enn að kynnast lögunum snemma í ferlinu. Aldrei fimm ballöður í röð „Til að láta hvert lag skína og verða demanturinn sem það á að vera, þarf að umkringja það með tveimur ólíkum lögum og það get ég gert þegar ég hef tækifærið til þess. Það er margt sem þarf að taka tillit til.“ „Það er sviðsmyndin, litur atriðisins, því ég vil helst ekki seta fjögur rauð atriði í röð, svo er það hraðinn, stundum tungumálið.“ Einnig spáir hann stundum í kyni flytjanda og hvort um er að ræða einstakling eða hóp. „Það eru svo margar breytur sem ég get notað en það mikilvægasta er orka lagsins og tegund. Ég myndi ekki setja þrjú hröð popplög í röð til dæmis og ég myndi ekki setja fimm ballöður í röð, aldrei.“
Eurovision Tengdar fréttir Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52 „Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52
„Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45