Segir laxeldismyndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2018 22:30 Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug. Hann segir laxeldisfyrirtæki á Íslandi nota þróaðri búnað en notaður var í Noregi á árum áður, unnið sé með vísindafólki í faginu og að um umhverfisvæna matvælaframleiðslu sé að ræða. Í gær sýndi RÚV heimildarmynd um laxeldi þar sem rætt var við Íslendinga, þar af fjölda stangveiðimanna sem óttast blöndun við villta laxinn, og Norðmenn og Skota sem, vegna eigin reynslu, vöruðu Íslendinga við náttúruspjöllum og erfðamengun í fiskistofnum. Í bítinu á Bylgjunni sagði Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva að kvikmyndin væri ekki heimildarmynd heldur einhliða mynd fjármögnuð af andstæðingum fiskeldis. Fór hann í gegnum meintar rangfærslur í myndinni, til að mynda hvað varðar mengandi fóðurfjöll á hafsbotni, slysasleppingar og ótta um sýkingar. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtækið á Íslandi, með laxeldi á sunnanverðum vestfjörðum og stefnir á mikla stækkun á næstunni með tilheyrandi fjölgun starfsmanna. Starfsemin hefur nú þegar haft gífurleg áhrif á samfélögin á svæðinu. Árið 2013 var Bildudalur skilgreindur sem brothætt byggð. Fyrir ári síðan sagði bærinn sig úr verkefninu enda mikil atvinnuuppbygging og fólksfjölgun í bænum.Vinna náið með vísindafólki Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax segir ósanngjarnt að bera saman fiskeldi á Íslandi í dag og í Noregi fyrir þrjátíu árum síðan þar sem mikil framþróun hafi átt sér stað á öllum búnaði. „Í dag er mjög mikið breytt, mjög mikið verið að huga að náttúrunni og öllu í kringum það. Þetta er umhverfisvæn matvælaframleiðsla og hefur vottanir líka, sem er krafist eins og til dæmis fyrir Whole foods, og við erum að sækja fleiri vottanir þar sem umhverfismálin eru númer eitt tvö og þrjú og aðalatriðið.“ Víkingur segir að unnið sé náið með vísindafólki í faginu, að Íslensk stjórnvöld hafi einnig gert vel í reglugerðum varðandi vottaðan búnað og Hafrannóknarstofnun fylgist náið með. „Það er 75 prósent af íslensku strandlengjunni lokaður til fiskeldis. Þetta hefur engin önnur þjóð gert og þetta er partur af því að vernda vilta fiskinn og byggja þennan iðnað upp hægt og rólega eins og við erum að gera.“ Tengdar fréttir Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjókvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar. 21. febrúar 2018 06:00 Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir bæði frístundaveiðimenn og laxeldisfyrirtæki stunda siðlausa hegðun gagnvart fiskum sem synda í kringum landið, bæði frjálsir og í kvíum. Annað væri uppi á teningnum ef fiskar gæfi frá sér sársaukaóp við veiðar. Fimmtíu þúsund fiskar drápust í eldi í Tálknafirði 26. febrúar 2018 09:00 Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug. Hann segir laxeldisfyrirtæki á Íslandi nota þróaðri búnað en notaður var í Noregi á árum áður, unnið sé með vísindafólki í faginu og að um umhverfisvæna matvælaframleiðslu sé að ræða. Í gær sýndi RÚV heimildarmynd um laxeldi þar sem rætt var við Íslendinga, þar af fjölda stangveiðimanna sem óttast blöndun við villta laxinn, og Norðmenn og Skota sem, vegna eigin reynslu, vöruðu Íslendinga við náttúruspjöllum og erfðamengun í fiskistofnum. Í bítinu á Bylgjunni sagði Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva að kvikmyndin væri ekki heimildarmynd heldur einhliða mynd fjármögnuð af andstæðingum fiskeldis. Fór hann í gegnum meintar rangfærslur í myndinni, til að mynda hvað varðar mengandi fóðurfjöll á hafsbotni, slysasleppingar og ótta um sýkingar. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtækið á Íslandi, með laxeldi á sunnanverðum vestfjörðum og stefnir á mikla stækkun á næstunni með tilheyrandi fjölgun starfsmanna. Starfsemin hefur nú þegar haft gífurleg áhrif á samfélögin á svæðinu. Árið 2013 var Bildudalur skilgreindur sem brothætt byggð. Fyrir ári síðan sagði bærinn sig úr verkefninu enda mikil atvinnuuppbygging og fólksfjölgun í bænum.Vinna náið með vísindafólki Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax segir ósanngjarnt að bera saman fiskeldi á Íslandi í dag og í Noregi fyrir þrjátíu árum síðan þar sem mikil framþróun hafi átt sér stað á öllum búnaði. „Í dag er mjög mikið breytt, mjög mikið verið að huga að náttúrunni og öllu í kringum það. Þetta er umhverfisvæn matvælaframleiðsla og hefur vottanir líka, sem er krafist eins og til dæmis fyrir Whole foods, og við erum að sækja fleiri vottanir þar sem umhverfismálin eru númer eitt tvö og þrjú og aðalatriðið.“ Víkingur segir að unnið sé náið með vísindafólki í faginu, að Íslensk stjórnvöld hafi einnig gert vel í reglugerðum varðandi vottaðan búnað og Hafrannóknarstofnun fylgist náið með. „Það er 75 prósent af íslensku strandlengjunni lokaður til fiskeldis. Þetta hefur engin önnur þjóð gert og þetta er partur af því að vernda vilta fiskinn og byggja þennan iðnað upp hægt og rólega eins og við erum að gera.“
Tengdar fréttir Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjókvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar. 21. febrúar 2018 06:00 Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir bæði frístundaveiðimenn og laxeldisfyrirtæki stunda siðlausa hegðun gagnvart fiskum sem synda í kringum landið, bæði frjálsir og í kvíum. Annað væri uppi á teningnum ef fiskar gæfi frá sér sársaukaóp við veiðar. Fimmtíu þúsund fiskar drápust í eldi í Tálknafirði 26. febrúar 2018 09:00 Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjókvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar. 21. febrúar 2018 06:00
Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir bæði frístundaveiðimenn og laxeldisfyrirtæki stunda siðlausa hegðun gagnvart fiskum sem synda í kringum landið, bæði frjálsir og í kvíum. Annað væri uppi á teningnum ef fiskar gæfi frá sér sársaukaóp við veiðar. Fimmtíu þúsund fiskar drápust í eldi í Tálknafirði 26. febrúar 2018 09:00
Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51