Bíó og sjónvarp

Meghan Markle kveður Suits

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Meghan Markle hefur leikið Rachel Zane frá árinu 2011.
Meghan Markle hefur leikið Rachel Zane frá árinu 2011. Vísir/Getty
Meghan Markle, sem gengur að eiga Harry prins þann 19. maí næstkomandi, hefur sagt endanlega skilið við feril sinn sem leikkona, en síðasti þáttur hennar af hinu sívinsæla lögfræðidrama Suits fór í loftið í Bandaríkjunum í gær.

Markle hefur farið með hlutverk Rachel Zane í þáttunum frá áruinu 2011. Þegar trúlofun hennar og Harry prins var gerð opinber tilkynnti Markle að hún ætlaði að segja skilið við leiklistina til að hefja nýjan kafla í sínu lífi.

Athugið að hér að neðan er farið yfir atburðarrás í síðasta þætti sjöundu seríu af Suits. Ef þú vilt ekki vita hvað gerist í þeim þætti er ekki mælt með áframhaldandi lestri.

 

Það er óhætt að segja að Markle hafi fengið kveðju við hæfi, en í þættinum „Good-Bye“ giftist persóna Markle sínum heittelskaða, Mike Ross, sem leikinn er af Patrick J. Adams. 

Það er þó óhætt að segja að athöfnin þeirra Rachel og Mike hafi verið aðeins látlausari en sú sem er framundan hjá Markle í maí. Búist er við því að um 600 gestir verði viðstaddir þegar Markle gengur inn í bresku konungsfjölskylduna.

Í þættinum skipuleggja Rachel og Mike brúðkaup sitt í flýti svo þau geti flutt til Seattle, en Patrick J. Adams hefur einnig sagt skilið við þættina.

Aaron Korsh, höfundur Suits, segir að þó að atriðið hafi ekki verið það síðasta sem Markle og Adams léku í saman hafi það engu að síður verið hjartnæmt.

Mike og Rachel hafa löngum verið mjög vinsælar persónur, en þó að þau séu horfin af skjánum heldur Suits áfram og hefur áttunda þáttaröðin göngu sína næsta haust.


Tengdar fréttir

Harry og Meghan vilja ekki brúðkaupsgjafir

Harry Bretaprins og unnusta hans Meghan Markle, hafa beðið brúðkaupsgesti að gefa til góðgerðarmála frekar en að færa þeim brúðkaupsgjafir

Hver er Meghan Markle?

Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband næsta vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×