Sport

Hafnaboltastjarna í 80 leikja bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cano á æfingu hjá Mariners.
Cano á æfingu hjá Mariners. vísir/getty

Þegar menn falla á lyfjaprófi í bandaríska hafnaboltanum þá mega þeir gera ráð fyrir því að missa af mörgum leikjum.

Á því fékk Robinson Cano hjá Seattle Mariners að kenna í gær er hann var dæmdur í 80 leikja bann. Hann hefur sætt sig við bannið.

Cano er einn launahæsti leikmaður MLB-deildarinnar og er hálfnaður með tíu ára samning sem mun færa honum 25 milljarða króna í vasann. Hann hefur átta sinnum verið valinn í stjörnulið deildarinnar og hefur slegið heimahafnarhlaup 305 sinnum.

Ólöglega efnið tók hann í heimalandi sínu, Dóminikanska lýðveldinu, og viðurkennir að hafa gert mistök.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.