Telja sýslumenn mismuna kjósendum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2018 17:55 Frá Þórshöfn. Vísir/Pjetur Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að ákvörðun sýslumanna að bjóða eingöngu upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sínum feli í sér mismunum fyrir kjósendur í dreifbýli. Afar erfitt geti reynst að kjósa utan kjörfundar vegna mikilla fjarlægða. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Langanesbyggðar sem samþykkt var á fundi hennar í dag. „Sveitarstjórn Langanesbyggðar mótmælir harðlega þeirri mismunun sem kjósendur dreifðari byggða búa við vegna takmarkaðra möguleika á að greiða atkvæði utan kjörfundar,“ segir í bókuninni. Er þar gagnrýnt að ekki sé boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sveitarfélaga, líkt og tíðkast hefur í fyrir alþingis- og forsetakosningar. Telur sveitarstjórnin að þetta geri það að verkum að mörgum íbúum stórra svæða á landsbyggðinni sé gert ókleift að kjósa utan kjörfundar. „Bakkfirðingar og aðrir íbúar Langanesbyggðar þurfa t.d. að aka um 300-400 km ef þeir vilja kjósa á skrifstofu sýslumanns á Húsavík eða á Reyðarfirði,“ segir í bókuninni. „Skrifstofur sýslumanna eru eingöngu opnar á vinnutíma almennra starfsmanna og síðan getur tekið 5-6 daga að koma bréfi á áfangastað, úti á landi a.m.k., eins og reynslan sýnir. Það er því ekki raunhæft fyrir kjósendur sem búa í dreifbýli að kjósa utan kjörfundar eins og fyrirkomulaginu er fyrir komið við þessar kosningar,“ segir í bókuninni. Þá telur sveitarstjórnin það vera „mikla þversögn“ að sveitarstjórnum sé falið skipan yfirkjörstjórnar, samningu og staðfestingu kjörskrár en svo sé heimafólki ekki treyst fyrir því að sjá um um utankjörfundaratkvæðagreiðslu. „Það er álit sveitarstjórnar að ráðuneyti sem og sýslumenn þurfi að skýra þessa þversögn og af henni leidda mismunun kjósenda. Sveitarstjórn átelur hið algjöra skilningsleysi stjórnvalda á aðstöðu og rétti kjósenda í dreifðum byggðum landsins og skorar á stjórnvöld að bregðast við hið snarasta.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 „Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Jósef Ó. Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa á Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. 15. maí 2018 18:24 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að ákvörðun sýslumanna að bjóða eingöngu upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sínum feli í sér mismunum fyrir kjósendur í dreifbýli. Afar erfitt geti reynst að kjósa utan kjörfundar vegna mikilla fjarlægða. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Langanesbyggðar sem samþykkt var á fundi hennar í dag. „Sveitarstjórn Langanesbyggðar mótmælir harðlega þeirri mismunun sem kjósendur dreifðari byggða búa við vegna takmarkaðra möguleika á að greiða atkvæði utan kjörfundar,“ segir í bókuninni. Er þar gagnrýnt að ekki sé boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sveitarfélaga, líkt og tíðkast hefur í fyrir alþingis- og forsetakosningar. Telur sveitarstjórnin að þetta geri það að verkum að mörgum íbúum stórra svæða á landsbyggðinni sé gert ókleift að kjósa utan kjörfundar. „Bakkfirðingar og aðrir íbúar Langanesbyggðar þurfa t.d. að aka um 300-400 km ef þeir vilja kjósa á skrifstofu sýslumanns á Húsavík eða á Reyðarfirði,“ segir í bókuninni. „Skrifstofur sýslumanna eru eingöngu opnar á vinnutíma almennra starfsmanna og síðan getur tekið 5-6 daga að koma bréfi á áfangastað, úti á landi a.m.k., eins og reynslan sýnir. Það er því ekki raunhæft fyrir kjósendur sem búa í dreifbýli að kjósa utan kjörfundar eins og fyrirkomulaginu er fyrir komið við þessar kosningar,“ segir í bókuninni. Þá telur sveitarstjórnin það vera „mikla þversögn“ að sveitarstjórnum sé falið skipan yfirkjörstjórnar, samningu og staðfestingu kjörskrár en svo sé heimafólki ekki treyst fyrir því að sjá um um utankjörfundaratkvæðagreiðslu. „Það er álit sveitarstjórnar að ráðuneyti sem og sýslumenn þurfi að skýra þessa þversögn og af henni leidda mismunun kjósenda. Sveitarstjórn átelur hið algjöra skilningsleysi stjórnvalda á aðstöðu og rétti kjósenda í dreifðum byggðum landsins og skorar á stjórnvöld að bregðast við hið snarasta.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 „Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Jósef Ó. Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa á Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. 15. maí 2018 18:24 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00
„Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Jósef Ó. Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa á Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. 15. maí 2018 18:24