Skortur á húsnæði hamlar vexti í Bláskógabyggð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. maí 2018 20:45 Skortur á íbúðahúsnæði hefur hamlað fjölgun íbúa segir oddviti Þ-listans í Bláskógabyggð. Oddviti nýs framboðs í sveitarfélaginu segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu og vill aukið íbúasamráð að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fyrir fimm árum voru íbúar í Bláskógabyggð rétt tæplega níu hundruð en á fáum árum hefur þeim fjölgað hratt. Í Bláskógabyggð búa um ellefu hundruð manns. Eitt aðal málið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er skortur á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. „Hann er klárlega til staðar. Hvernig á að greina hann hvar hann liggur, ég veit það ekki en ég held að sveitarfélagið hefur átt nægt lóðaframboð og jafnvel vitlausar týpur af lóðum,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans, sem er í minnuhluta í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans.Mynd/Stöð 2Eruð þið að missa frá ykkur fólk vegna húsnæðisskorts? „Nei, ég segi það nú kannski ekki, en það mundi fjölga meira hugsa ég ef það væri meira húsnæði í boði,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Mynd/Stöð 2Oddviti Nýs afls, sem býður fram í fyrsta skipi, segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu í sveitarfélaginu. „Unga fólkið vill flytja heim og fær ekki tækifæri til þess. Það vantar, eins og hér á Laugarvatni, byggingarlóðir,“ segir Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð. Oddviti núverandi meirihluta segir möguleika á stofnun sjálfseignarfélags til þess að fjölga leiguíbúðum, haldi listinn meirihluta á komandi kjörtímabili. „Þar sem að sveitarfélagið kæmi að þessu með örlitlum hætti og svo er það ríkið og Íbúðalánasjóður,“ segir Helgi.Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð.Mynd/stöð 2„Það skiptir máli að eiga raðhúsa- og parhúsalóðir og fyrir litlar eignir. Það hefur bara ekki verið til. Lóðirnar sem eru byggilegar í dag í sveitarfélaginu í þéttbýli eru í Laugarási,“ segir Óttar. Oddviti Nýs afls vill aukið samráð við íbúa, stofnun hverfisráða og skapa framtíðarsýn sem unnið er eftir. „Mér finnst vera kominn tími á að verkefnin fái að tala. Koma af stað framkvæmdum,“ segir Jón. Unnið er að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti en þeirri vinnu er ekki hægt að ljúka fyrr en aðalskipulag hafi verið afgreitt frá Skipulagsstofnun. Í breyttu deiliskipulagi eru fjölgun lóða. „Það er forsendan fyrir aukinni búsetu. En síðan er mynstrið að breytast líka í þjóðfélaginu. Fólki finnst orðið eðlilegra að keyra svolitla vegalengd til vinnu, þannig að atvinnusvæðið hefur stækkað og það er jafnvel bara jákvætt líka,“ segir Óttar. Kosningar 2018 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Skortur á íbúðahúsnæði hefur hamlað fjölgun íbúa segir oddviti Þ-listans í Bláskógabyggð. Oddviti nýs framboðs í sveitarfélaginu segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu og vill aukið íbúasamráð að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fyrir fimm árum voru íbúar í Bláskógabyggð rétt tæplega níu hundruð en á fáum árum hefur þeim fjölgað hratt. Í Bláskógabyggð búa um ellefu hundruð manns. Eitt aðal málið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er skortur á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. „Hann er klárlega til staðar. Hvernig á að greina hann hvar hann liggur, ég veit það ekki en ég held að sveitarfélagið hefur átt nægt lóðaframboð og jafnvel vitlausar týpur af lóðum,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans, sem er í minnuhluta í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans.Mynd/Stöð 2Eruð þið að missa frá ykkur fólk vegna húsnæðisskorts? „Nei, ég segi það nú kannski ekki, en það mundi fjölga meira hugsa ég ef það væri meira húsnæði í boði,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Mynd/Stöð 2Oddviti Nýs afls, sem býður fram í fyrsta skipi, segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu í sveitarfélaginu. „Unga fólkið vill flytja heim og fær ekki tækifæri til þess. Það vantar, eins og hér á Laugarvatni, byggingarlóðir,“ segir Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð. Oddviti núverandi meirihluta segir möguleika á stofnun sjálfseignarfélags til þess að fjölga leiguíbúðum, haldi listinn meirihluta á komandi kjörtímabili. „Þar sem að sveitarfélagið kæmi að þessu með örlitlum hætti og svo er það ríkið og Íbúðalánasjóður,“ segir Helgi.Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð.Mynd/stöð 2„Það skiptir máli að eiga raðhúsa- og parhúsalóðir og fyrir litlar eignir. Það hefur bara ekki verið til. Lóðirnar sem eru byggilegar í dag í sveitarfélaginu í þéttbýli eru í Laugarási,“ segir Óttar. Oddviti Nýs afls vill aukið samráð við íbúa, stofnun hverfisráða og skapa framtíðarsýn sem unnið er eftir. „Mér finnst vera kominn tími á að verkefnin fái að tala. Koma af stað framkvæmdum,“ segir Jón. Unnið er að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti en þeirri vinnu er ekki hægt að ljúka fyrr en aðalskipulag hafi verið afgreitt frá Skipulagsstofnun. Í breyttu deiliskipulagi eru fjölgun lóða. „Það er forsendan fyrir aukinni búsetu. En síðan er mynstrið að breytast líka í þjóðfélaginu. Fólki finnst orðið eðlilegra að keyra svolitla vegalengd til vinnu, þannig að atvinnusvæðið hefur stækkað og það er jafnvel bara jákvætt líka,“ segir Óttar.
Kosningar 2018 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira