Segir Miklubraut í stokk geta beðið Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. maí 2018 20:00 Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. Stefnumál flokksins voru kynnt utandyra í vorhretinu við Ásmundarsafn nú síðdegis. Efstu þrjú sæti listans skipa borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð. Grunnáherslur flokksins eru þríþættar. „Það eru grænu málin, það eru femínisku málin og það eru félagshyggjumálin, sem eru velferðarmál,“ segir Líf. Í takt við tvö síðastnefndu málin vill Líf sérstaklega einblína á að leysa mannekluvandann í tilteknum störfum hjá borginni, þá sérstaklega á meðal grunn- og leikskólakennara. „Hann helst líka í hendur við það að skoða láglaunahópa í samfélaginu og hjá borginni og það ætlum við að gera, m.a. með því að fara í samtal við verkalýðsfélögin.“Vilja fjölga hlöðum og leggja hjólastíga Hvað samgöngumál varðar vilja flokksmenn auka vægi grænna samgangna, fjölga hlöðum í borginni og leggja fleiri hjólastíga. Líf segir hins vegar ekki tímabært að ráðast í vinnu við mislæg gatnamót. „Miklabraut í stokk getur beðið enn um sinn, en við þurfum að láta tekjuaukann úr borgarsjóði ganga inn í mennta- og velferðarmálin,“ segir Líf. Húsnæðisvandann sem steðjar að landsmönnum vill Líf svo leysa með félagslegar áherslur að leiðarljósi. Þá vill hún skoða leiðir til að hefta hækkun leiguverðs með einhverjum hætti, en segir þær tillögur þó ekki komnar í endanlegan búning. „Við viljum fara í samstarf með verkalýðsfélögunum og byggja hér upp almennilegan leigumarkað. Við getum haft áhrif, við höfum lagt til lóðir en nú getum við líka verið fjárfestar, borgin.“Vill meiri vinstrimennsku í borgina Líf kveðst ánægð með störf núverandi meirihluta, sem hún situr í sjálf – og vill sjá svipaðan hóp fólks í næstu borgarstjórn.Er eitthvað sem þú lítur til baka til á síðasta kjörtímabili og segir, við gerðum þetta ekki nógu vel, við þurfum að bæta okkur?„Já, það auðvitað vantar aðeins meiri vinstrimennsku og þá þarf bara að kjósa VG,“ segir Líf að lokum. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. Stefnumál flokksins voru kynnt utandyra í vorhretinu við Ásmundarsafn nú síðdegis. Efstu þrjú sæti listans skipa borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð. Grunnáherslur flokksins eru þríþættar. „Það eru grænu málin, það eru femínisku málin og það eru félagshyggjumálin, sem eru velferðarmál,“ segir Líf. Í takt við tvö síðastnefndu málin vill Líf sérstaklega einblína á að leysa mannekluvandann í tilteknum störfum hjá borginni, þá sérstaklega á meðal grunn- og leikskólakennara. „Hann helst líka í hendur við það að skoða láglaunahópa í samfélaginu og hjá borginni og það ætlum við að gera, m.a. með því að fara í samtal við verkalýðsfélögin.“Vilja fjölga hlöðum og leggja hjólastíga Hvað samgöngumál varðar vilja flokksmenn auka vægi grænna samgangna, fjölga hlöðum í borginni og leggja fleiri hjólastíga. Líf segir hins vegar ekki tímabært að ráðast í vinnu við mislæg gatnamót. „Miklabraut í stokk getur beðið enn um sinn, en við þurfum að láta tekjuaukann úr borgarsjóði ganga inn í mennta- og velferðarmálin,“ segir Líf. Húsnæðisvandann sem steðjar að landsmönnum vill Líf svo leysa með félagslegar áherslur að leiðarljósi. Þá vill hún skoða leiðir til að hefta hækkun leiguverðs með einhverjum hætti, en segir þær tillögur þó ekki komnar í endanlegan búning. „Við viljum fara í samstarf með verkalýðsfélögunum og byggja hér upp almennilegan leigumarkað. Við getum haft áhrif, við höfum lagt til lóðir en nú getum við líka verið fjárfestar, borgin.“Vill meiri vinstrimennsku í borgina Líf kveðst ánægð með störf núverandi meirihluta, sem hún situr í sjálf – og vill sjá svipaðan hóp fólks í næstu borgarstjórn.Er eitthvað sem þú lítur til baka til á síðasta kjörtímabili og segir, við gerðum þetta ekki nógu vel, við þurfum að bæta okkur?„Já, það auðvitað vantar aðeins meiri vinstrimennsku og þá þarf bara að kjósa VG,“ segir Líf að lokum.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Sjá meira