Segir Miklubraut í stokk geta beðið Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. maí 2018 20:00 Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. Stefnumál flokksins voru kynnt utandyra í vorhretinu við Ásmundarsafn nú síðdegis. Efstu þrjú sæti listans skipa borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð. Grunnáherslur flokksins eru þríþættar. „Það eru grænu málin, það eru femínisku málin og það eru félagshyggjumálin, sem eru velferðarmál,“ segir Líf. Í takt við tvö síðastnefndu málin vill Líf sérstaklega einblína á að leysa mannekluvandann í tilteknum störfum hjá borginni, þá sérstaklega á meðal grunn- og leikskólakennara. „Hann helst líka í hendur við það að skoða láglaunahópa í samfélaginu og hjá borginni og það ætlum við að gera, m.a. með því að fara í samtal við verkalýðsfélögin.“Vilja fjölga hlöðum og leggja hjólastíga Hvað samgöngumál varðar vilja flokksmenn auka vægi grænna samgangna, fjölga hlöðum í borginni og leggja fleiri hjólastíga. Líf segir hins vegar ekki tímabært að ráðast í vinnu við mislæg gatnamót. „Miklabraut í stokk getur beðið enn um sinn, en við þurfum að láta tekjuaukann úr borgarsjóði ganga inn í mennta- og velferðarmálin,“ segir Líf. Húsnæðisvandann sem steðjar að landsmönnum vill Líf svo leysa með félagslegar áherslur að leiðarljósi. Þá vill hún skoða leiðir til að hefta hækkun leiguverðs með einhverjum hætti, en segir þær tillögur þó ekki komnar í endanlegan búning. „Við viljum fara í samstarf með verkalýðsfélögunum og byggja hér upp almennilegan leigumarkað. Við getum haft áhrif, við höfum lagt til lóðir en nú getum við líka verið fjárfestar, borgin.“Vill meiri vinstrimennsku í borgina Líf kveðst ánægð með störf núverandi meirihluta, sem hún situr í sjálf – og vill sjá svipaðan hóp fólks í næstu borgarstjórn.Er eitthvað sem þú lítur til baka til á síðasta kjörtímabili og segir, við gerðum þetta ekki nógu vel, við þurfum að bæta okkur?„Já, það auðvitað vantar aðeins meiri vinstrimennsku og þá þarf bara að kjósa VG,“ segir Líf að lokum. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. Stefnumál flokksins voru kynnt utandyra í vorhretinu við Ásmundarsafn nú síðdegis. Efstu þrjú sæti listans skipa borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð. Grunnáherslur flokksins eru þríþættar. „Það eru grænu málin, það eru femínisku málin og það eru félagshyggjumálin, sem eru velferðarmál,“ segir Líf. Í takt við tvö síðastnefndu málin vill Líf sérstaklega einblína á að leysa mannekluvandann í tilteknum störfum hjá borginni, þá sérstaklega á meðal grunn- og leikskólakennara. „Hann helst líka í hendur við það að skoða láglaunahópa í samfélaginu og hjá borginni og það ætlum við að gera, m.a. með því að fara í samtal við verkalýðsfélögin.“Vilja fjölga hlöðum og leggja hjólastíga Hvað samgöngumál varðar vilja flokksmenn auka vægi grænna samgangna, fjölga hlöðum í borginni og leggja fleiri hjólastíga. Líf segir hins vegar ekki tímabært að ráðast í vinnu við mislæg gatnamót. „Miklabraut í stokk getur beðið enn um sinn, en við þurfum að láta tekjuaukann úr borgarsjóði ganga inn í mennta- og velferðarmálin,“ segir Líf. Húsnæðisvandann sem steðjar að landsmönnum vill Líf svo leysa með félagslegar áherslur að leiðarljósi. Þá vill hún skoða leiðir til að hefta hækkun leiguverðs með einhverjum hætti, en segir þær tillögur þó ekki komnar í endanlegan búning. „Við viljum fara í samstarf með verkalýðsfélögunum og byggja hér upp almennilegan leigumarkað. Við getum haft áhrif, við höfum lagt til lóðir en nú getum við líka verið fjárfestar, borgin.“Vill meiri vinstrimennsku í borgina Líf kveðst ánægð með störf núverandi meirihluta, sem hún situr í sjálf – og vill sjá svipaðan hóp fólks í næstu borgarstjórn.Er eitthvað sem þú lítur til baka til á síðasta kjörtímabili og segir, við gerðum þetta ekki nógu vel, við þurfum að bæta okkur?„Já, það auðvitað vantar aðeins meiri vinstrimennsku og þá þarf bara að kjósa VG,“ segir Líf að lokum.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira