Lífið

Herra og frú "Bond“ eiga von á barni

Þórdís Valsdóttir skrifar
Weisz og Craig hafa verið gift síðan 2011.
Weisz og Craig hafa verið gift síðan 2011. Vísir/AFP

Hollywood ofur-parið Rachel Weisz og Daniel Craig eiga von á barni. Weisz og Craig hafa verið gift frá því 2011.

Weisz sagði í samtali við New York Times að brátt muni fara að sjást á henni. „Daniel og ég erum svo hamingjusöm. Við eigum von á „lítilli mannveru“. Við getum ekki beðið eftir því að hitta hann eða hana. Þetta er allt svo leyndardómsfullt,“ sagði Rachel Weisz.

Weisz er 48 ára gömul og á ellefu ára gamlan son úr fyrra sambandi með leikstóranum Darren Aronofsky. Craig á 25 ára gamla dóttur úr fyrra hjónabandi. 

Daniel Craig hefur farið með hlutverk ofurnjósnarans James Bond í síðustu fjórum 007 myndum. Hann staðfesti á síðasta ári að næsta mynd yrði hans síðasta í hlutverki Bond.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.