Stigagjöf dómnefnda í Eurovision breytt Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 22:45 Salvador Sobral söng sig inn í hjörtu Evrópubúa í fyrra þegar Portúgal sigraði keppnina í fyrsta skipti. VISIR / EPA Tilkynnt hefur verið um breytingar á því hvernig stigagjöf dómnefnda verða reiknuð út í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. „Að hverri keppni lokinni metum við hvaða skref er hægt að taka til að styrkja kosningakerfið,“ sagði Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, um breytinguna. „Með þessari breytingu á því hvernig stigagjöf dómnefndarinnar er reiknuð út tryggjum við að þau lög sem náðu efstu sætum á blöðum dómaranna fái viðurkenningu í samræmi við það og að skoðun dómnefndarinnar sem heildar vegi meira en skoðanir einstaka dómara.“ Atriði á úrslitakvöldi Eurovision eru alls 26 en það eru aðeins tíu efstu í vali hverrar dómnefndar sem fá stig. Eins og kerfið hefur verið getur einstaka dómari haft gífurleg áhrif á lokaniðurstöðu dómnefndarinnar. Sú staða hefur getað komið upp að einn dómari getur dregið atriði gífurlega mikið niður í stigagjöf með því að setja það neðarlega á sinn lista þó svo hinir fjórir dómararnir hafi verið tiltölulega sammála og sett lagið ofarlega á sinn lista. Með fyrirhuguðum breytingum verður breytt vægi uppröðunar dómaranna þannig að þau lög sem dómari setur ofarlega hafa meira vægi en þau lög sem dómari setur neðarlega. Lögunum verður sem fyrr raðað upp á kvarða. Það lag sem dómari setur neðst mun fá gildið einn en eftir því sem ofar dregur á listanum mun vægi laganna vaxa með veldisvexti. Þetta mun tryggja efstu lögunum meira vægi á kostnað þeirra sem neðar eru. Á þetta kerfi þannig að gera niðurstöðuna sanngjarnari og skapa heildarjafnvægi milli dómara. Stigakerfi Eurovision er í stöðugri þróun. Sú breyting var gerð á stigagjöf í Eurovision árið 2008 að dómnefndir öðluðust helmings vægi í stigagjöf landa. Þar á undan hafði í fimm ár einungis verið notast við atkvæði greidd gegn um síma. Fyrstu áratugina sem keppnin var haldin var eingöngu notast við dómnefndir. Í dag er notast við blandað kerfi símaatkvæða og dómnefnda, líkt og fram hefur komið. Hópurinn í kring um atriði Íslands í keppninni í ár heldur af stað til Lissabon á morgun og á sína fyrstu æfingu strax á sunnudagsmorgun. Í dag var tilkynnt að Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, muni kynna stigagjöf Íslands í aðalkeppninni sem send verður út laugardaginn 12. maí. Eurovision Tengdar fréttir ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57 Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38 Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um breytingar á því hvernig stigagjöf dómnefnda verða reiknuð út í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. „Að hverri keppni lokinni metum við hvaða skref er hægt að taka til að styrkja kosningakerfið,“ sagði Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri keppninnar, um breytinguna. „Með þessari breytingu á því hvernig stigagjöf dómnefndarinnar er reiknuð út tryggjum við að þau lög sem náðu efstu sætum á blöðum dómaranna fái viðurkenningu í samræmi við það og að skoðun dómnefndarinnar sem heildar vegi meira en skoðanir einstaka dómara.“ Atriði á úrslitakvöldi Eurovision eru alls 26 en það eru aðeins tíu efstu í vali hverrar dómnefndar sem fá stig. Eins og kerfið hefur verið getur einstaka dómari haft gífurleg áhrif á lokaniðurstöðu dómnefndarinnar. Sú staða hefur getað komið upp að einn dómari getur dregið atriði gífurlega mikið niður í stigagjöf með því að setja það neðarlega á sinn lista þó svo hinir fjórir dómararnir hafi verið tiltölulega sammála og sett lagið ofarlega á sinn lista. Með fyrirhuguðum breytingum verður breytt vægi uppröðunar dómaranna þannig að þau lög sem dómari setur ofarlega hafa meira vægi en þau lög sem dómari setur neðarlega. Lögunum verður sem fyrr raðað upp á kvarða. Það lag sem dómari setur neðst mun fá gildið einn en eftir því sem ofar dregur á listanum mun vægi laganna vaxa með veldisvexti. Þetta mun tryggja efstu lögunum meira vægi á kostnað þeirra sem neðar eru. Á þetta kerfi þannig að gera niðurstöðuna sanngjarnari og skapa heildarjafnvægi milli dómara. Stigakerfi Eurovision er í stöðugri þróun. Sú breyting var gerð á stigagjöf í Eurovision árið 2008 að dómnefndir öðluðust helmings vægi í stigagjöf landa. Þar á undan hafði í fimm ár einungis verið notast við atkvæði greidd gegn um síma. Fyrstu áratugina sem keppnin var haldin var eingöngu notast við dómnefndir. Í dag er notast við blandað kerfi símaatkvæða og dómnefnda, líkt og fram hefur komið. Hópurinn í kring um atriði Íslands í keppninni í ár heldur af stað til Lissabon á morgun og á sína fyrstu æfingu strax á sunnudagsmorgun. Í dag var tilkynnt að Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, muni kynna stigagjöf Íslands í aðalkeppninni sem send verður út laugardaginn 12. maí.
Eurovision Tengdar fréttir ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57 Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38 Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
ABBA gefur út nýja tónlist Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982. 27. apríl 2018 11:57
Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018. 27. apríl 2018 10:38
Conchita Wurst með HIV Conchita Wurst greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hún sé HIV smituð en Wurst vann Eurovision árið 2014. 16. apríl 2018 10:30