ABBA gefur út nýja tónlist Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2018 11:57 Björn, Agnetha, Anni-Frid og Benny. Vísir/Getty Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982, þegar hljómsveitin hætti störfum. „Við vissum öll að 35 árum seinna væri skemmtilegt að hittast aftur og fara í stúdíóið,” skrifa Agnetha, Benny, Björn og Anni-Frid í fréttatilkynningu. „Svo við gerðum það og það var líkt og tíminn hefði staðið í stað og við hefðum bara farið í stutt frí.” A post shared by @ abbaofficial on Apr 27, 2018 at 4:11am PDT Afraksturinn eru tvö ný lög, sem stefnt er á að komi út á þessu ári. Hljómsveitin hefur tilkynnt titil annars lagsins, I Still Have Faith In You. ABBA er ein vinsælasta poppsveit allra tíma og naut fádæma vinsælda eftir að þau unnu Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Sem frægt er var sveitin skipuð tveimur pörum. Á hátindi vinsældar sveitarinnar skildu bæði Björn og Agnetha og Anni-Frid og Benny. Sambandsslitin settu sinn svip á tónlistina sem kom út eftir skilnaðina og að lokum hætti hljómsveitin árið 1982. Anni-Frid og Agnetha hófu báðar sóló-ferla en Björn og Benny héldu áfram að semja tónlist saman. Sveitin hefur aðeins tvisvar sést saman síðan, í bæði skiptin árið 2016. Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982, þegar hljómsveitin hætti störfum. „Við vissum öll að 35 árum seinna væri skemmtilegt að hittast aftur og fara í stúdíóið,” skrifa Agnetha, Benny, Björn og Anni-Frid í fréttatilkynningu. „Svo við gerðum það og það var líkt og tíminn hefði staðið í stað og við hefðum bara farið í stutt frí.” A post shared by @ abbaofficial on Apr 27, 2018 at 4:11am PDT Afraksturinn eru tvö ný lög, sem stefnt er á að komi út á þessu ári. Hljómsveitin hefur tilkynnt titil annars lagsins, I Still Have Faith In You. ABBA er ein vinsælasta poppsveit allra tíma og naut fádæma vinsælda eftir að þau unnu Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Sem frægt er var sveitin skipuð tveimur pörum. Á hátindi vinsældar sveitarinnar skildu bæði Björn og Agnetha og Anni-Frid og Benny. Sambandsslitin settu sinn svip á tónlistina sem kom út eftir skilnaðina og að lokum hætti hljómsveitin árið 1982. Anni-Frid og Agnetha hófu báðar sóló-ferla en Björn og Benny héldu áfram að semja tónlist saman. Sveitin hefur aðeins tvisvar sést saman síðan, í bæði skiptin árið 2016.
Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira