Innlent

Ræða send fréttamönnum í „annarlegum tilgangi“

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Langvarandi deilur hafa staðið yfir í Langanesbyggð.
Langvarandi deilur hafa staðið yfir í Langanesbyggð. Vísir/Pjetur
Siggeir Stefánsson, oddviti minnihluta U-listans í sveitarstjórn Langanesbyggðar, segir að á síðustu sveitarstjórnarfundum hafi stórlega verið vegið að U-listanum.

„Á síðasta fundi komst sveitarstjóri upp með það að halda langa ræðu þar sem farið var um víðan völl og vegið að sveitarstjórnarmönnum með rangfærslum,“ segir í bókun sem Siggeir lagði fram á síðasta sveitarstjórnarfundi.



Siggeir Stefánsson, oddviti minnihluta U-listans í sveitarstjórn Langanesbyggðar.
Á fundi í byrjun mars sagði Elías Pétursson sveitarstjóri fulltrúa U-list­ans ganga eins „grímulaust fram og raun ber vitni til þess eins að gæta hagsmuna útvalinna á kostnað viðskiptamanns og samfélagsins“. Féllu þau orð í samhengi við fyrirhugaða byggingu leikskóla á Þórshöfn.

„Enn undarlegra er að ræðan var ekki sett í fundargerð né afhent sveitarstjórnarmönnum, en daginn eftir fundinn hringdi fréttamaður í aðila á U-listanum og var þá kominn með ræðuna í sínar hendur,“ segir áfram í bókun Siggeirs. „Lítur út fyrir að sveitarstjóri hafi sent hana á fréttamenn í einhverjum annarlegum tilgangi. Við gagnrýnum og mótmælum slíkum vinnubrögðum.“ U-listinn gæfi sér „rétt til þess að leita réttar síns í þessum málum“.

Heiðrún Óladóttir sagði í bókun að meirihlutinn áskildi sér því rétt til að svara bókun U-listans síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×