„Á síðasta fundi komst sveitarstjóri upp með það að halda langa ræðu þar sem farið var um víðan völl og vegið að sveitarstjórnarmönnum með rangfærslum,“ segir í bókun sem Siggeir lagði fram á síðasta sveitarstjórnarfundi.

„Enn undarlegra er að ræðan var ekki sett í fundargerð né afhent sveitarstjórnarmönnum, en daginn eftir fundinn hringdi fréttamaður í aðila á U-listanum og var þá kominn með ræðuna í sínar hendur,“ segir áfram í bókun Siggeirs. „Lítur út fyrir að sveitarstjóri hafi sent hana á fréttamenn í einhverjum annarlegum tilgangi. Við gagnrýnum og mótmælum slíkum vinnubrögðum.“ U-listinn gæfi sér „rétt til þess að leita réttar síns í þessum málum“.
Heiðrún Óladóttir sagði í bókun að meirihlutinn áskildi sér því rétt til að svara bókun U-listans síðar.