Framhaldsskólanemar tregir til þátttöku í skuggakosningum Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2018 20:30 Reynt er að efla áhuga ungs fólks á borgarstjórnarmálum með framboðsfundum og skuggakosningum en þótt kjörstaðirnir í þeim séu færðir inn í framhaldsskólana er þátttakan lítil. Dagur B. Eggertsson nýtur mun meira fylgis í embætti borgarstjóra en fylgi Samfylkingarinnar gefur til kynna samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær stefnir í met í fjölda framboða fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í vor og gætu þau orðið að minnsta kosti fjórtán. Þá þarf minna fylgi nú en áður til að ná inn borgarfulltrúa, því borgarfulltrúum verður fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er hafin í framhaldsskólum borgarinnar. Samhliða framboðskynningum fara fram skuggakosningar til borgarstjórnar í skólunum. „Þetta er eiginlega æfing í því að taka þátt í lýðræðislegum kosningum. Við reynum að herma eftir því hvernig raunverulegar kosningar fara fram,“ segir Róbert Ferdinandsson kennari á félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þannig sé til dæmis gefin út kjörskrá og frambjóðendur mæti í skólana til að kynna stefnumál sín og sitja fyrir svörum eins og í FÁ í morgun.Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson.Vísir/SamsettYngstu kjósendurnir hafa verið tregastir til að mæta á kjörstað í almennum kosningum og það á líka við í skuggkosningunum þótt kjörklefinn sé færður inn í skólana.„Hún hefur verið svona svipuð, því miður eins og þekkist, í kringum 40 prósent. En aðalatriðið í okkar huga er að virkja sem flesta,“ segir Róbert.Samkvæmt könnun sem Fréttablaðið birtir í dag myndu 45 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja Dag B. Eggertsson áfram í stól borgarstjóra, 30 prósent Eyþór Arnalds en aðrir njóta eins stafs fylgis í embættið.Ertu sáttur við það?„Mér finnst þetta mjög góð byrjun. Að vera með 30 prósenta stuðning í þetta embætti. Langmestan stuðning fyrir utan sitjandi borgarstjóra sem hefur meiri stuðning eins og staðan er í dag,“ segir Eyþór.Dagur er þakklátur fyrir stuðninginn.„Reyndar tek ég þetta ekki bara til mín heldur í raun til alls meirihlutans. Því ég held að það hafi vakið athygli að við höfum unnið mjög vel saman sem einn maður. Fólk á því kannski ekki að venjast í pólitík og vill meira af því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Reynt er að efla áhuga ungs fólks á borgarstjórnarmálum með framboðsfundum og skuggakosningum en þótt kjörstaðirnir í þeim séu færðir inn í framhaldsskólana er þátttakan lítil. Dagur B. Eggertsson nýtur mun meira fylgis í embætti borgarstjóra en fylgi Samfylkingarinnar gefur til kynna samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær stefnir í met í fjölda framboða fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í vor og gætu þau orðið að minnsta kosti fjórtán. Þá þarf minna fylgi nú en áður til að ná inn borgarfulltrúa, því borgarfulltrúum verður fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er hafin í framhaldsskólum borgarinnar. Samhliða framboðskynningum fara fram skuggakosningar til borgarstjórnar í skólunum. „Þetta er eiginlega æfing í því að taka þátt í lýðræðislegum kosningum. Við reynum að herma eftir því hvernig raunverulegar kosningar fara fram,“ segir Róbert Ferdinandsson kennari á félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þannig sé til dæmis gefin út kjörskrá og frambjóðendur mæti í skólana til að kynna stefnumál sín og sitja fyrir svörum eins og í FÁ í morgun.Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson.Vísir/SamsettYngstu kjósendurnir hafa verið tregastir til að mæta á kjörstað í almennum kosningum og það á líka við í skuggkosningunum þótt kjörklefinn sé færður inn í skólana.„Hún hefur verið svona svipuð, því miður eins og þekkist, í kringum 40 prósent. En aðalatriðið í okkar huga er að virkja sem flesta,“ segir Róbert.Samkvæmt könnun sem Fréttablaðið birtir í dag myndu 45 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja Dag B. Eggertsson áfram í stól borgarstjóra, 30 prósent Eyþór Arnalds en aðrir njóta eins stafs fylgis í embættið.Ertu sáttur við það?„Mér finnst þetta mjög góð byrjun. Að vera með 30 prósenta stuðning í þetta embætti. Langmestan stuðning fyrir utan sitjandi borgarstjóra sem hefur meiri stuðning eins og staðan er í dag,“ segir Eyþór.Dagur er þakklátur fyrir stuðninginn.„Reyndar tek ég þetta ekki bara til mín heldur í raun til alls meirihlutans. Því ég held að það hafi vakið athygli að við höfum unnið mjög vel saman sem einn maður. Fólk á því kannski ekki að venjast í pólitík og vill meira af því,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00