Ráðstefna um umskurð drengja á þriðjudag Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 14:29 Silja Dögg Gunnarsdóttir segist vera ánægð að hafa lagt frumvarpið fram. Vísir/Pjetur/Getty Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir það hafa verið ástæða til þess að taka umræðuna um umskurð drengja hérlendis miðað við viðbrögð við frumvarpi hennar um að banna aðgerðina hérlendis. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. „Þetta hefur vakið upp sterk viðbrögð hér á landi og víðar. Það er hlutverk okkar þingmanna að ræða þau mál sem koma upp í samfélaginu hverju sinni og leggja þau á borðið og skoða hvort að Alþingi telji ástæðu til að taka þau lengra og mögulega breyta lögum eða setja ný lög.“ Frumvarpið er nú komið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og bárust fjölmargar umsagnir um málið, meðal annars frá hinum ýmsu trúfélögum en Samráðsvettvangur trú- og lífsskoðunarfélaga hefur boðað til ráðstefnu í Norræna húsinu um umskurð drengja á þriðjudaginn næstkomandi. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Ræðumenn á ráðstefnunni koma úr ýmsum áttum, bæði af innlendum og erlendum vettvangi og mun ráðstefnan fara fram á ensku. Á meðal ræðumanna verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima, alþingismenn, læknar, umboðsmaður barna og fulltrúar mannréttindasamtaka. Ánægð með frumvarpið þrátt fyrir gagnrýnisraddir Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni samkvæmt dagskrá hafa þegar sent inn sína umsögn við frumvarpið og leggist flestir gegn banninu. „Þarna erum við að tala um mannréttindi, við erum að tala um trúfrelsi, trúarbrögð, réttindi barna, líkamshelgi og þetta er mjög spennandi mál. Ég er mjög ánægð að hafa lagt þetta fram.“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu á þriðjudaginn klukkan 13 og er opin öllum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir það hafa verið ástæða til þess að taka umræðuna um umskurð drengja hérlendis miðað við viðbrögð við frumvarpi hennar um að banna aðgerðina hérlendis. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. „Þetta hefur vakið upp sterk viðbrögð hér á landi og víðar. Það er hlutverk okkar þingmanna að ræða þau mál sem koma upp í samfélaginu hverju sinni og leggja þau á borðið og skoða hvort að Alþingi telji ástæðu til að taka þau lengra og mögulega breyta lögum eða setja ný lög.“ Frumvarpið er nú komið fyrir allsherjar- og menntamálanefnd og bárust fjölmargar umsagnir um málið, meðal annars frá hinum ýmsu trúfélögum en Samráðsvettvangur trú- og lífsskoðunarfélaga hefur boðað til ráðstefnu í Norræna húsinu um umskurð drengja á þriðjudaginn næstkomandi. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Ræðumenn á ráðstefnunni koma úr ýmsum áttum, bæði af innlendum og erlendum vettvangi og mun ráðstefnan fara fram á ensku. Á meðal ræðumanna verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima, alþingismenn, læknar, umboðsmaður barna og fulltrúar mannréttindasamtaka. Ánægð með frumvarpið þrátt fyrir gagnrýnisraddir Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni samkvæmt dagskrá hafa þegar sent inn sína umsögn við frumvarpið og leggist flestir gegn banninu. „Þarna erum við að tala um mannréttindi, við erum að tala um trúfrelsi, trúarbrögð, réttindi barna, líkamshelgi og þetta er mjög spennandi mál. Ég er mjög ánægð að hafa lagt þetta fram.“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu á þriðjudaginn klukkan 13 og er opin öllum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30