Kosningaloforð Eyþórs gæti komið Eyjamönnum í bobba Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2018 15:57 Ráðuneytið krefur Eyjamenn útskýringa á niðurfellingu fasteignagjalda eldri borgara en kosningaloforð Eyþórs hefur orðið til að vekja athygli á hugsanlega ólöglegri niðurfellingu Elliða og Eyjamanna á fasteignagjöldum eldri borgara. Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að krefja Vestmannaeyjabæ svara við framkvæmd heimildar til lækkunar eða niðurfellingu fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir meðal annars: „Þar sem fram hafa komið upplýsingar í fjölmiðlum um að framkvæmd Vestmannaeyjabæjar á álagningu fasteignaskatts kunni þrátt fyrir þetta að fara gegn ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, með vísan til 112. gr. og 113. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, ákveðið að kalla eftir upplýsingum og gögnum frá Vestmannaeyjabæ varðandi það hvernig staðið hefur verið að framkvæmd þessara mála undanfarin ár. Í framhaldi af því mun ráðuneytið meta hvort tilefni er til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins að þessu leyti til formlegrar skoðunar.“Fasteignagjöld eldri borgara í Eyjum engin Þarna er vísað til frétta Vísis af kosningaloforðum Sjálfstæðismanna í borginni og í framhaldi af því viðtali Vísis við Elliða Vignisson bæjarstjóra í Eyjum sem sagði: „Við fellum niður fasteignagjöld hjá íbúum sem eru 70 ára og eldri óháð tekjum. Eldra fólk greiðir ekki fasteignaskatta í Vestmannaeyjum Þeir Vestmannaeyingar sem eru 67 ára og eldri greiða ekki fasteignaskatta af eigin heimilum og hafa ekki gert undanfarin ár.“ Elliði sagði bæinn á síðustu árum ekki hafa fengið neinar nýjar umkvartanir vegna þessa frá ráðuneytinu og þetta hefði reynst vel.Talið stangast á við lög Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna er meðal þeirra sem hefur bent á að þetta stangist á við lög. Sveitarfélögum sé þetta einfaldlega óheimilt, að fella niður fasteignaskatta með þessum hætti. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir einnig að á árinu 2013 hafi innanríkisráðuneytið ákveðið að taka til skoðunar framkvæmd Vestmannaeyjabæjar að þessu leyti en þá lá fyrir að bæjarstjórn hafði á árunum 2012 og 2013 fellt niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í eigu ellilífeyrisþega, 70 ára og eldri, sem nýtt var af þeim til búsetu, óháð tekjum. „Þar sem bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti nýjar reglur um afslátt af fasteignagjöldum vegna ársins 2015, þar sem afslátturinn var tekjutengdur, taldi ráðuneytið ekki tilefni til frekari aðgerða og lokaði málinu með bréfi dagsettu 20. mars 2015. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar (Álagning gjalda fyrir árið 2018), er afsláttur af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum enn tekjutengdur.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lýðskrumari leiðréttur Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt 17. apríl 2018 08:28 Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að krefja Vestmannaeyjabæ svara við framkvæmd heimildar til lækkunar eða niðurfellingu fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir meðal annars: „Þar sem fram hafa komið upplýsingar í fjölmiðlum um að framkvæmd Vestmannaeyjabæjar á álagningu fasteignaskatts kunni þrátt fyrir þetta að fara gegn ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, með vísan til 112. gr. og 113. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, ákveðið að kalla eftir upplýsingum og gögnum frá Vestmannaeyjabæ varðandi það hvernig staðið hefur verið að framkvæmd þessara mála undanfarin ár. Í framhaldi af því mun ráðuneytið meta hvort tilefni er til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins að þessu leyti til formlegrar skoðunar.“Fasteignagjöld eldri borgara í Eyjum engin Þarna er vísað til frétta Vísis af kosningaloforðum Sjálfstæðismanna í borginni og í framhaldi af því viðtali Vísis við Elliða Vignisson bæjarstjóra í Eyjum sem sagði: „Við fellum niður fasteignagjöld hjá íbúum sem eru 70 ára og eldri óháð tekjum. Eldra fólk greiðir ekki fasteignaskatta í Vestmannaeyjum Þeir Vestmannaeyingar sem eru 67 ára og eldri greiða ekki fasteignaskatta af eigin heimilum og hafa ekki gert undanfarin ár.“ Elliði sagði bæinn á síðustu árum ekki hafa fengið neinar nýjar umkvartanir vegna þessa frá ráðuneytinu og þetta hefði reynst vel.Talið stangast á við lög Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna er meðal þeirra sem hefur bent á að þetta stangist á við lög. Sveitarfélögum sé þetta einfaldlega óheimilt, að fella niður fasteignaskatta með þessum hætti. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir einnig að á árinu 2013 hafi innanríkisráðuneytið ákveðið að taka til skoðunar framkvæmd Vestmannaeyjabæjar að þessu leyti en þá lá fyrir að bæjarstjórn hafði á árunum 2012 og 2013 fellt niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í eigu ellilífeyrisþega, 70 ára og eldri, sem nýtt var af þeim til búsetu, óháð tekjum. „Þar sem bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti nýjar reglur um afslátt af fasteignagjöldum vegna ársins 2015, þar sem afslátturinn var tekjutengdur, taldi ráðuneytið ekki tilefni til frekari aðgerða og lokaði málinu með bréfi dagsettu 20. mars 2015. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar (Álagning gjalda fyrir árið 2018), er afsláttur af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum enn tekjutengdur.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lýðskrumari leiðréttur Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt 17. apríl 2018 08:28 Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Lýðskrumari leiðréttur Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt 17. apríl 2018 08:28
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40