Enski boltinn

Tíu stjórar enst skemur en Pardew

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alan Pardew var nálægt því að komast á topp 10
Alan Pardew var nálægt því að komast á topp 10 vísir/getty
Greint var frá því í morgun að Alan Pardew hafi verið vikið úr starfi sem knattspyrnustjóri West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins eru liðnir 124 dagar síðan Pardew tók við starfinu eftir að Tony Pulis hafði verið látinn taka pokann sinn.

Pardew hefur alls ekki tekist að snúa gengi WBA við og situr liðið yfirgefið á botni deildarinnar. Pardew tókst aðeins að vinna einn deildarleik í átján tilraunum.

Þó Pardew hafi ekki enst lengi í starfi á The Hawthorns kemst hann ekki ofar en 11.sæti yfir þá stjóra sem enst hafa styst í starfi í ensku úrvalsdeildinni.

Á toppnum á þeim óspennandi lista er Les Reed sem stýrði Charlton Athletic í 40 daga um mitt tímabil 2006-2007. Það vill svo skemmtilega til að eftirmaður hans var einmitt Alan Pardew.

Stystu stjóratíðir í ensku úrvalsdeildinni

11. Alan Pardew (WBA) 124 dagar

10. Neil Warnock (Crystal Palace) 122 dagar

9. Pepe Mel (WBA) 120 dagar

8. Steve Wigley (Southampton) 107 dagar

7. Tony Adams (Portsmouth) 106 dagar

6. Colin Todd (Derby County) 98 dagar

5. Terry Connor (Wolves) 91 dagur

4. Bob Bradley (Swansea) 84 dagar

3. Frank De Boer (Crystal Palace) 77 dagar

2. Rene Meulensteen (Fulham) 75 dagar

1. Les Reed (Charlton) 40 dagar

 


Tengdar fréttir

Pardew farinn frá WBA

West Bromwich Albion og Alan Pardew hafa komist að þeirri samkomulagi um að slíta samstarfi þeirra á milli en Pardew hefur verið stjóri liðsins frá því í lok nóvermber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×