Helga Möller móðgar Clausen-systur Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2018 10:08 Þórunn Erla telur umfjöllun RÚV um framlag Íslands hið undarlegasta en þær Clausen-systur eru síður en svo ánægðar með afgreiðslu Helgu á laginu. „Vá dómharkan og neikvæðnin!“ skrifaði Ragnheiður Elín Clausen þula á Facebook-vegg sinn á laugardagskvöldið. Hún veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hún hafði verið að fylgjast með Eurovisionþætti Felix Bergssonar Alla leið þar sem íslenska framlagið hlaut ekki lofsamlega einkunn. Ekki síst frá Helgu Möller söngkonu, en hún fór fyrst út til að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 1986 ásamt Eiríki Haukssyni og Pálma Gunnarssyni. Önnur í þættinum, þau Friðrik Dór, Guðrún Gunnarsdóttir og Jóhannes Þór voru ekki hrifin heldur, en Felix vildi hins vegar sjá björtu hliðarnar.Ragnheiður Elín á ekki til orðVísir greindi sérstaklega frá þessari útreið sem lag Þórunnar Erlu Clausen í flutningi Ara Ólafssonar hlaut. Helga sagði lagið gamaldags og það kom henni á óvart að það skyldi hafa sigrað í undankeppninni hér heima. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og Eurovisonsérfræðingur, bætti reyndar um betur og sagði að sér þætti lagið ótrúlega leiðinlegt, óeftirminnilegt og að Ísland ætti nánast engan séns á að komast upp.Þetta er alveg nýtt, yfirleitt er íslenska framlagið hlaðið lofi í þáttum sem þessum, burtséð frá öllu og öllu og væntingavísitalan skrúfuð í botn. Þannig að ekki þarf að koma á óvart að Ragnheiði hafi brugðið í brún, en hún er einlægur Eurovision-áhugamaður og hefur farið utan til að fylgjast með keppninni, ekki síst í seinni tíð en systir hennar Þórunn Erna Clausen hefur átt góðu gengi að fagna í keppninni sem höfundur og flytjandi. „Ég á ekki til orð. Man ekki eftir svona umfjöllun,“ segir Ragnheiður Elín alveg standandi bit.Furðulegt að RÚV skuli afgreiða sitt framlag á þennan hátt Þórunn Erna er einmitt höfundur sigurlagsins og hún leggur orð í belg á síðu systur sinnar. Segist reyndar ekki hafa séð þáttinn ennþá. „En finnst alltaf einkennilegt þegar einhver setur sig í mjög neikvætt dómarasæti gagnvart listsköpun fólks og vinnu. Það er víst ekki hægt að semja tónlist sem hentar öllum. Þetta er gert öðruvísi í öðrum löndum sjáum við, þar stendur sjónvarpsstöðin vel á bakvið lögin og reyna að lýsa þeim á jákvæðan hátt en ekki svona gert ...“ Eurovision Tengdar fréttir Helga Möller hefur ekki mikla trú á lagi Ara Ólafs Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. 7. apríl 2018 21:47 Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fleiri fréttir Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Sjá meira
„Vá dómharkan og neikvæðnin!“ skrifaði Ragnheiður Elín Clausen þula á Facebook-vegg sinn á laugardagskvöldið. Hún veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hún hafði verið að fylgjast með Eurovisionþætti Felix Bergssonar Alla leið þar sem íslenska framlagið hlaut ekki lofsamlega einkunn. Ekki síst frá Helgu Möller söngkonu, en hún fór fyrst út til að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 1986 ásamt Eiríki Haukssyni og Pálma Gunnarssyni. Önnur í þættinum, þau Friðrik Dór, Guðrún Gunnarsdóttir og Jóhannes Þór voru ekki hrifin heldur, en Felix vildi hins vegar sjá björtu hliðarnar.Ragnheiður Elín á ekki til orðVísir greindi sérstaklega frá þessari útreið sem lag Þórunnar Erlu Clausen í flutningi Ara Ólafssonar hlaut. Helga sagði lagið gamaldags og það kom henni á óvart að það skyldi hafa sigrað í undankeppninni hér heima. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og Eurovisonsérfræðingur, bætti reyndar um betur og sagði að sér þætti lagið ótrúlega leiðinlegt, óeftirminnilegt og að Ísland ætti nánast engan séns á að komast upp.Þetta er alveg nýtt, yfirleitt er íslenska framlagið hlaðið lofi í þáttum sem þessum, burtséð frá öllu og öllu og væntingavísitalan skrúfuð í botn. Þannig að ekki þarf að koma á óvart að Ragnheiði hafi brugðið í brún, en hún er einlægur Eurovision-áhugamaður og hefur farið utan til að fylgjast með keppninni, ekki síst í seinni tíð en systir hennar Þórunn Erna Clausen hefur átt góðu gengi að fagna í keppninni sem höfundur og flytjandi. „Ég á ekki til orð. Man ekki eftir svona umfjöllun,“ segir Ragnheiður Elín alveg standandi bit.Furðulegt að RÚV skuli afgreiða sitt framlag á þennan hátt Þórunn Erna er einmitt höfundur sigurlagsins og hún leggur orð í belg á síðu systur sinnar. Segist reyndar ekki hafa séð þáttinn ennþá. „En finnst alltaf einkennilegt þegar einhver setur sig í mjög neikvætt dómarasæti gagnvart listsköpun fólks og vinnu. Það er víst ekki hægt að semja tónlist sem hentar öllum. Þetta er gert öðruvísi í öðrum löndum sjáum við, þar stendur sjónvarpsstöðin vel á bakvið lögin og reyna að lýsa þeim á jákvæðan hátt en ekki svona gert ...“
Eurovision Tengdar fréttir Helga Möller hefur ekki mikla trú á lagi Ara Ólafs Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. 7. apríl 2018 21:47 Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fleiri fréttir Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Sjá meira
Helga Möller hefur ekki mikla trú á lagi Ara Ólafs Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. 7. apríl 2018 21:47