Segir að bjarga þurfi stórmerkilegri stúku Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. mars 2018 20:30 Í vikunni fór blaðamaður Vísis á stúfana og skoðaði hin ýmsu skúmaskot Laugardalsstúkunnar. Fann hann til að mynda orgel og leirtau - og komst að því að stúkan er í mjög slæmu ásigkomulagi. Í stúkunni var oft líf og fjör fyrir 40-50 árum þegar fólk safnaðist saman á kappleikjum og á sjómannadaginn til að mynda. Fyrir nokkrum árum var vinsælt að fara í sólbað á tröppunum en í dag er stranglega bannað að fara upp í stúkuna, enda mikil slysahætta á ferðum þar sem tröppurnar eru farnar að molna. Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkurborgar, teiknaði laugina og stúkuna sem voru tekin í notkun árið 1966. Stúkan tekur 2.600 manns í sæti. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir stúkuna bera þess vitni að sund á þessum árum hafi verið vinsæl íþrótt til að fylgjast með. „Þetta átti að vera íþróttamannvirki á heimmælikvarða, hannað til að hægt yrði að halda alþjóðleg sundmót. Metnaðurinn var að Laugardalur yrði háborg íslenskrar íþróttamenningar.Pétur Ármannson er afar hrifinn af arkitektúrnum og vonar að stúkan verði ekki látin grotna niður.visir/sigurjónBurðarþolsmeistaraverk Pétur segir arkitektúrinn stórmerkilegan sem beri sterk höfundaeinkenni Einars Sveinssonar, sem hafði mikla þekkingu á burðarþolsfræði, og bendir því til vitnis á fínlegar súlur og bita sem bera uppi óvenju létt og svífandi þakið. „Sem minnir á þjón berandi bakka á veitingahúsi. Ótrúlega falleg konstrúksjón.“ Í svari frá Reykjavíkurborg segir að á jarðhæðinni sé aðstaða fyrir starfsmenn og sjórnstöð Orkuveitunnar. Rýmin á efri hæð hafi verið nýtt sem geymslur í gegnum tíðina. Viðhald hafi verið lítið sem ekkert síðustu ár enda hafi viðhaldsfé verið varið í mannvirki sem séu í fullri notkun. Pétur segir mikilvægt að sinna viðhaldi enda margfaldist tjónið hratt þegar skemmdir eru orðnar svo miklar. „Þetta er bygging sem enginn myndi vilja sjá að hyrfi héðan. Þetta er eitt af kennileitum hverfisins.“ Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um notagildi stúkunnar, hafa líkamsræktarstöð á neðri hæðinni. Kaffihús, ölstofu, leiksvæði og verslanir í litlum rýmum á efri hæðinni. „Og svo er aftur með pallana,“ segir Pétur. „Það er erfiðara að finna þeim hlutverk. Kannski mætti vera þarna sólarsellur eða sólarorkuver, mér dettur það svona í hug.“ Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Í vikunni fór blaðamaður Vísis á stúfana og skoðaði hin ýmsu skúmaskot Laugardalsstúkunnar. Fann hann til að mynda orgel og leirtau - og komst að því að stúkan er í mjög slæmu ásigkomulagi. Í stúkunni var oft líf og fjör fyrir 40-50 árum þegar fólk safnaðist saman á kappleikjum og á sjómannadaginn til að mynda. Fyrir nokkrum árum var vinsælt að fara í sólbað á tröppunum en í dag er stranglega bannað að fara upp í stúkuna, enda mikil slysahætta á ferðum þar sem tröppurnar eru farnar að molna. Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkurborgar, teiknaði laugina og stúkuna sem voru tekin í notkun árið 1966. Stúkan tekur 2.600 manns í sæti. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir stúkuna bera þess vitni að sund á þessum árum hafi verið vinsæl íþrótt til að fylgjast með. „Þetta átti að vera íþróttamannvirki á heimmælikvarða, hannað til að hægt yrði að halda alþjóðleg sundmót. Metnaðurinn var að Laugardalur yrði háborg íslenskrar íþróttamenningar.Pétur Ármannson er afar hrifinn af arkitektúrnum og vonar að stúkan verði ekki látin grotna niður.visir/sigurjónBurðarþolsmeistaraverk Pétur segir arkitektúrinn stórmerkilegan sem beri sterk höfundaeinkenni Einars Sveinssonar, sem hafði mikla þekkingu á burðarþolsfræði, og bendir því til vitnis á fínlegar súlur og bita sem bera uppi óvenju létt og svífandi þakið. „Sem minnir á þjón berandi bakka á veitingahúsi. Ótrúlega falleg konstrúksjón.“ Í svari frá Reykjavíkurborg segir að á jarðhæðinni sé aðstaða fyrir starfsmenn og sjórnstöð Orkuveitunnar. Rýmin á efri hæð hafi verið nýtt sem geymslur í gegnum tíðina. Viðhald hafi verið lítið sem ekkert síðustu ár enda hafi viðhaldsfé verið varið í mannvirki sem séu í fullri notkun. Pétur segir mikilvægt að sinna viðhaldi enda margfaldist tjónið hratt þegar skemmdir eru orðnar svo miklar. „Þetta er bygging sem enginn myndi vilja sjá að hyrfi héðan. Þetta er eitt af kennileitum hverfisins.“ Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um notagildi stúkunnar, hafa líkamsræktarstöð á neðri hæðinni. Kaffihús, ölstofu, leiksvæði og verslanir í litlum rýmum á efri hæðinni. „Og svo er aftur með pallana,“ segir Pétur. „Það er erfiðara að finna þeim hlutverk. Kannski mætti vera þarna sólarsellur eða sólarorkuver, mér dettur það svona í hug.“
Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15