Fjármálaáætlun lögð fram seinna en áætlað var vegna páska Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. mars 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/ernir Á fundi Steingríms J. Sigfússonar þingforseta með þingflokksformönnum í gær var þeim tilkynnt að forseta hefði borist tilkynning frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um að hann myndi leggja fjármálaáætlun fyrir þingið þann 5. apríl næstkomandi. Í lögum um opinber fjármál er hins vegar sagt að slíka áætlun skuli leggja fram eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Ein af ástæðum fyrirhugaðrar seinkunar er að 1. apríl þetta árið er páskadagur. Stjórnarandstöðuþingmenn voru margir hverjir ósáttir og töluðu jafnvel um lögbrot. „Það skal […] ekki koma neinum á óvart að páska hafi borið upp á þessum tíma á þessu ári,“ sagði Pawel Bartozsek, varaþingmaður Viðreisnar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins stóð til að fyrri umræða um fjármálaætlun myndi hefjast á morgun. Vonast var til að henni yrði lokið fyrir páskafrí þingsins til að unnt væri að senda hana í umsagnarferli við það tímamark. „Síðasta ríkisstjórn, ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, hafði að minnsta kosti mánuði skemmri tíma til þess að koma fram með fjármálaáætlun, hún var að vísu vond, en hún kom á réttum tíma,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Þeirri áætlun var skilað til þingsins 31. mars en árið 2016 seinkaði henni til 8. apríl. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, kom fjármálaráðherra til varnar. „Ég verð að segja það fyrir mitt leyti að þessir þrír dagar sem þetta frestast skilja ekki milli feigs og ófeigs hvað mig varðar,“ sagði Kolbeinn, en hann var eini stjórnarliðinn sem tók til máls um málið. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Á fundi Steingríms J. Sigfússonar þingforseta með þingflokksformönnum í gær var þeim tilkynnt að forseta hefði borist tilkynning frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um að hann myndi leggja fjármálaáætlun fyrir þingið þann 5. apríl næstkomandi. Í lögum um opinber fjármál er hins vegar sagt að slíka áætlun skuli leggja fram eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Ein af ástæðum fyrirhugaðrar seinkunar er að 1. apríl þetta árið er páskadagur. Stjórnarandstöðuþingmenn voru margir hverjir ósáttir og töluðu jafnvel um lögbrot. „Það skal […] ekki koma neinum á óvart að páska hafi borið upp á þessum tíma á þessu ári,“ sagði Pawel Bartozsek, varaþingmaður Viðreisnar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins stóð til að fyrri umræða um fjármálaætlun myndi hefjast á morgun. Vonast var til að henni yrði lokið fyrir páskafrí þingsins til að unnt væri að senda hana í umsagnarferli við það tímamark. „Síðasta ríkisstjórn, ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, hafði að minnsta kosti mánuði skemmri tíma til þess að koma fram með fjármálaáætlun, hún var að vísu vond, en hún kom á réttum tíma,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Þeirri áætlun var skilað til þingsins 31. mars en árið 2016 seinkaði henni til 8. apríl. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, kom fjármálaráðherra til varnar. „Ég verð að segja það fyrir mitt leyti að þessir þrír dagar sem þetta frestast skilja ekki milli feigs og ófeigs hvað mig varðar,“ sagði Kolbeinn, en hann var eini stjórnarliðinn sem tók til máls um málið.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira