Claire Foy tjáir sig um fréttir af launamisréttinu í The Crown Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2018 13:45 Claire Foy og Matt Smith. vísir/getty Breska leikkonan Claire Foy segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu mikla athygli fregnir af misháum launagreiðslum til aðalleikaranna í þáttunum The Crown fengu á dögunum. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Matt Smith, sem fer með hlutverk Filipusar prins í þáttunum, hefði fengið meira greitt fyrir leik sinn heldur en Foy sem fer með aðalhlutverkið, leikur sjálfa Elísabetu II Englandsdrottningu. Fréttirnar vöktu mikla athygli og hneyksluðust margir á því launamisrétti milli karls og konu sem þarna birtist. Var ástæðan fyrir hærri launum Smith sögð sú að hann væri mun þekktari leikari en Foy vegna hlutverks hans í þáttunum Dr. Who.Skrýtið að vera í miðju fjölmiðlastormsins „Þetta kom mér á óvart að því leyti að ég var í miðju þessa fréttaflutnings og það fannst mér mjög skrýtið. En ég er hissa á viðbrögðum fólks við þessum fréttum þar sem kona var í aðalhlutverkinu. [...] En ég veit að Matt líður eins og mér, það er að segja að það er skrýtið að vera í í aðalhlutverki í fréttum sem maður bað ekki sérstaklega um,“ segir Foy. Leikkonan hefur ekki tjáð sig beint um sjálft launamisréttið en þessi orð hennar koma í kjölfar afsökunarbeiðni frá framleiðslufyrirtækinu þar sem hún og Smith voru beðin afsökunar á því að hafa lent í fjölmiðlastormi vegna málsins. Framleiðendurnir upplýstu sjálfir um launin á málþingi í Jerúsalem um miðjan mars. „Leikararnir vita ekki sjálfir hve mikið hver fær borgað og þeir geta ekki verið ábyrgir fyrir því sem samstarfsmenn þeirra fá greitt í laun,“ sagði í afsökunarbeiðni framleiðandanna.Frammistaða Foy helsta ástæða þess að ráðist verður í fleiri þáttaraðir Jared Harris, sem fór með hlutverk Georgs VI í þáttunum, hefur sagt að málið sé allt hið vandræðalegast fyrir framleiðslufyrirtækið. Það ætti að gera meira en að biðjast afsökunar. „Ég skil að þeir hafi beðist afsökunar en afsökunarbeiðni og annar launaseðill væri meira en vel þegið. Hún vann lengur og frammistaða hennar í þáttunum er stór ástæða þess að það verða fleiri þáttaraðir,“ sagði Harris. Tengdar fréttir Biðja leikara The Crown afsökunar Segjast bara fulla ábyrgð á launamismuninum. 20. mars 2018 16:25 Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Breska leikkonan Claire Foy segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu mikla athygli fregnir af misháum launagreiðslum til aðalleikaranna í þáttunum The Crown fengu á dögunum. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Matt Smith, sem fer með hlutverk Filipusar prins í þáttunum, hefði fengið meira greitt fyrir leik sinn heldur en Foy sem fer með aðalhlutverkið, leikur sjálfa Elísabetu II Englandsdrottningu. Fréttirnar vöktu mikla athygli og hneyksluðust margir á því launamisrétti milli karls og konu sem þarna birtist. Var ástæðan fyrir hærri launum Smith sögð sú að hann væri mun þekktari leikari en Foy vegna hlutverks hans í þáttunum Dr. Who.Skrýtið að vera í miðju fjölmiðlastormsins „Þetta kom mér á óvart að því leyti að ég var í miðju þessa fréttaflutnings og það fannst mér mjög skrýtið. En ég er hissa á viðbrögðum fólks við þessum fréttum þar sem kona var í aðalhlutverkinu. [...] En ég veit að Matt líður eins og mér, það er að segja að það er skrýtið að vera í í aðalhlutverki í fréttum sem maður bað ekki sérstaklega um,“ segir Foy. Leikkonan hefur ekki tjáð sig beint um sjálft launamisréttið en þessi orð hennar koma í kjölfar afsökunarbeiðni frá framleiðslufyrirtækinu þar sem hún og Smith voru beðin afsökunar á því að hafa lent í fjölmiðlastormi vegna málsins. Framleiðendurnir upplýstu sjálfir um launin á málþingi í Jerúsalem um miðjan mars. „Leikararnir vita ekki sjálfir hve mikið hver fær borgað og þeir geta ekki verið ábyrgir fyrir því sem samstarfsmenn þeirra fá greitt í laun,“ sagði í afsökunarbeiðni framleiðandanna.Frammistaða Foy helsta ástæða þess að ráðist verður í fleiri þáttaraðir Jared Harris, sem fór með hlutverk Georgs VI í þáttunum, hefur sagt að málið sé allt hið vandræðalegast fyrir framleiðslufyrirtækið. Það ætti að gera meira en að biðjast afsökunar. „Ég skil að þeir hafi beðist afsökunar en afsökunarbeiðni og annar launaseðill væri meira en vel þegið. Hún vann lengur og frammistaða hennar í þáttunum er stór ástæða þess að það verða fleiri þáttaraðir,“ sagði Harris.
Tengdar fréttir Biðja leikara The Crown afsökunar Segjast bara fulla ábyrgð á launamismuninum. 20. mars 2018 16:25 Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54