Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2018 13:30 Sigríður er þakklát Sólrúnu Diego. Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. Vantrausttillaga Samfylkingar og Pírata á Sigríði var felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi eftir tveggja tíma umræður í síðustu viku. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á í kringum Sigríði undanfarnar vikur og mánuði. Ísland í dag heimsótti dómsmálaráðherra á dögunum og fékk Sindri Sindrason að kynnast Sigríði betur. „Börnin mín leggja mikla áherslu á það að pabbi þeirra útbúi nestið, því ég er víst alveg ömurleg í því,“ segir Sigríður. Hún segist vera mikil áhugamanneskja um þrif og er meðlimur í íslenskum Facebook-hópi um þrif. „Ég væri í raun alveg til að vera heimavinnandi húsmóðir.“ Sigríður hefur komið víða við á ferlinum en eftir laganám hóf hún störf hjá Verslunarráði Íslands, sem í dag heitir Viðskiptaráð Íslands. Þar starfaði hún í sjö ár eða þar til að hún eignaðist fyrri dótturina. Eftir fæðingarorlof hóf hún störf hjá Lex lögmannsstofu og var þar í önnur sjö ár. Pólitíkin heillaði alltaf. „Ég hef verið viðloðandi pólitík alla mína ævi. Ég gekk í Heimdall um leið og ég hafði aldur til og síðan árið 2007 ákvað ég að gefa kost á mér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins hérna í Reykjavík og náði fínum árangri meðal nýliða. Það er samt alltaf þessi tregðulögmál í pólitík og það er oft erfitt fyrir nýliða að koma inn.“ Mikill styr hefur staðið um Sigríði að undanförnu og sérstaklega eftir að hún vék frá niðurstöðu hæfisnefndar þegar hún skipaði fimmtán dómara við landsrétt í fyrra. „Það kemur ekkert við mig að vera svona umdeildur ráðherra. Mínir pólitískir andstæðingar hafa gaman af því að skrattast í mér. Ef við tökum síðustu mánuði þá finn ég samt fyrir miklum velvilja frá fólki úti í bæ.“ Sigríður segir að þrifsnapparinn Sólrún Diego geri mikið fyrir heimili hennar. „Við erum að nota mjög mörg ráð frá henni og það gengur bara miklu betur fyrir alla að ganga frá, ef Sólrún Diego segir hvernig eigi að gera það. Hér eru föt í allskonar hólfum og ég er bara mjög þakklát fyrir þessa snappara sem eru með allskyns svona þrifráð.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Sigríði í heild sinni. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. Vantrausttillaga Samfylkingar og Pírata á Sigríði var felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi eftir tveggja tíma umræður í síðustu viku. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á í kringum Sigríði undanfarnar vikur og mánuði. Ísland í dag heimsótti dómsmálaráðherra á dögunum og fékk Sindri Sindrason að kynnast Sigríði betur. „Börnin mín leggja mikla áherslu á það að pabbi þeirra útbúi nestið, því ég er víst alveg ömurleg í því,“ segir Sigríður. Hún segist vera mikil áhugamanneskja um þrif og er meðlimur í íslenskum Facebook-hópi um þrif. „Ég væri í raun alveg til að vera heimavinnandi húsmóðir.“ Sigríður hefur komið víða við á ferlinum en eftir laganám hóf hún störf hjá Verslunarráði Íslands, sem í dag heitir Viðskiptaráð Íslands. Þar starfaði hún í sjö ár eða þar til að hún eignaðist fyrri dótturina. Eftir fæðingarorlof hóf hún störf hjá Lex lögmannsstofu og var þar í önnur sjö ár. Pólitíkin heillaði alltaf. „Ég hef verið viðloðandi pólitík alla mína ævi. Ég gekk í Heimdall um leið og ég hafði aldur til og síðan árið 2007 ákvað ég að gefa kost á mér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins hérna í Reykjavík og náði fínum árangri meðal nýliða. Það er samt alltaf þessi tregðulögmál í pólitík og það er oft erfitt fyrir nýliða að koma inn.“ Mikill styr hefur staðið um Sigríði að undanförnu og sérstaklega eftir að hún vék frá niðurstöðu hæfisnefndar þegar hún skipaði fimmtán dómara við landsrétt í fyrra. „Það kemur ekkert við mig að vera svona umdeildur ráðherra. Mínir pólitískir andstæðingar hafa gaman af því að skrattast í mér. Ef við tökum síðustu mánuði þá finn ég samt fyrir miklum velvilja frá fólki úti í bæ.“ Sigríður segir að þrifsnapparinn Sólrún Diego geri mikið fyrir heimili hennar. „Við erum að nota mjög mörg ráð frá henni og það gengur bara miklu betur fyrir alla að ganga frá, ef Sólrún Diego segir hvernig eigi að gera það. Hér eru föt í allskonar hólfum og ég er bara mjög þakklát fyrir þessa snappara sem eru með allskyns svona þrifráð.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Sigríði í heild sinni.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira