Hispurslaus ástúð milli efstu manna í Melodifestivalen vakti athygli Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 23:00 Benjamin Ingrosso og Felix Sandmann. Vísir/Getty Svíar völdu framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn og bar söngvarinn Benjamin Ingrosso sigur úr býtum með lagið Dance You Off. Í öðru sæti var söngvarinn Felix Sandmann og vöktu innileg fagnaðarlæti söngvaranna á úrslitakvöldinu mikla athygli meðal sænskra áhorfenda. Ingrosso og Sandmann hefur báðum verið hrósað fyrir að halda ekki aftur af sér og láta óhræddir í ljós væntumþykju. Sænska dagblaðið Aftonbladet vakti athygli á stöðuuppfærslu hins 24 ára gamla Svía August Kretschmer Jeansson Plym í tengslum við málið. Í stöðuuppfærslunni fjallar Jeansson Plym um Ingrosso og Sandmann og hispurslaus vinahót þeirra á milli er þeir biðu eftir úrslitum. Mjótt var á mununum og greinilegt var að söngvararnir voru spenntir.LADIES AND GENTLEMEN, BENJAMIN INGROSSO AND FELIX SANDMAN pic.twitter.com/AwZyEhlXlq— навечно пять лет (@ohmydeardi) March 11, 2018 „Í stuttu máli, Benjamin sigrar. Þá tók ég eftir því að svolítið sérstakt gerðist,“ skrifar Jeansson Plym. „Strákarnir eru að faðmast, kannski á innilegasta máta sem ég hef séð í sænsku sjónvarpi.“ Þá lýsir Jeansson Plym því hvernig Ingrosso steypti sér í handahlaup í sigurvímu, missti jafnvægið og datt í jörðina. Í kjölfarið beygði Sandmann sig niður og kyssti Ingrosso rembingskoss, til að óska honum til hamingju með sigurinn. „Strákar, haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera. Haldið áfram að sýna tilfinningar ykkar, kennið ungum mönnum að það sé í lagi að vera berskjaldaður. Kennið ungum mönnum að það sé í lagi að samgleðjast vini,“ skrifar Jeansson Plym og lofar Ingrosso og Sandmann í hástert fyrir að sýna gott fordæmi. Nokkuð hefur borið á tilfinningum karlmanna í umræðu hér á landi undanfarin misseri, nú síðast undir myllumerkinu #karlmennskan þar sem karlar eru hvattir til að brjótast undan hugmyndum um „eitraða karlmennsku.“ Þá var Ari Ólafsson, sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision, gagnrýndur fyrir að hafa grátið í beinni útsendingu á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins. Netverjar komu Ara þó margir til varnar og hrósuðu honum fyrir að leyfa tárunum að flæða. Eurovision Tengdar fréttir Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00 Gleðitár Ara vekja athygli út fyrir landsteinana Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í söngvakeppninni. 11. mars 2018 15:33 Svíar hafa valið sitt framlag í Eurovision í ár Benjamin Ingrosso vann Melodifestivalen í Svíþjóð í kvöld. 10. mars 2018 23:15 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Svíar völdu framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn og bar söngvarinn Benjamin Ingrosso sigur úr býtum með lagið Dance You Off. Í öðru sæti var söngvarinn Felix Sandmann og vöktu innileg fagnaðarlæti söngvaranna á úrslitakvöldinu mikla athygli meðal sænskra áhorfenda. Ingrosso og Sandmann hefur báðum verið hrósað fyrir að halda ekki aftur af sér og láta óhræddir í ljós væntumþykju. Sænska dagblaðið Aftonbladet vakti athygli á stöðuuppfærslu hins 24 ára gamla Svía August Kretschmer Jeansson Plym í tengslum við málið. Í stöðuuppfærslunni fjallar Jeansson Plym um Ingrosso og Sandmann og hispurslaus vinahót þeirra á milli er þeir biðu eftir úrslitum. Mjótt var á mununum og greinilegt var að söngvararnir voru spenntir.LADIES AND GENTLEMEN, BENJAMIN INGROSSO AND FELIX SANDMAN pic.twitter.com/AwZyEhlXlq— навечно пять лет (@ohmydeardi) March 11, 2018 „Í stuttu máli, Benjamin sigrar. Þá tók ég eftir því að svolítið sérstakt gerðist,“ skrifar Jeansson Plym. „Strákarnir eru að faðmast, kannski á innilegasta máta sem ég hef séð í sænsku sjónvarpi.“ Þá lýsir Jeansson Plym því hvernig Ingrosso steypti sér í handahlaup í sigurvímu, missti jafnvægið og datt í jörðina. Í kjölfarið beygði Sandmann sig niður og kyssti Ingrosso rembingskoss, til að óska honum til hamingju með sigurinn. „Strákar, haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera. Haldið áfram að sýna tilfinningar ykkar, kennið ungum mönnum að það sé í lagi að vera berskjaldaður. Kennið ungum mönnum að það sé í lagi að samgleðjast vini,“ skrifar Jeansson Plym og lofar Ingrosso og Sandmann í hástert fyrir að sýna gott fordæmi. Nokkuð hefur borið á tilfinningum karlmanna í umræðu hér á landi undanfarin misseri, nú síðast undir myllumerkinu #karlmennskan þar sem karlar eru hvattir til að brjótast undan hugmyndum um „eitraða karlmennsku.“ Þá var Ari Ólafsson, sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision, gagnrýndur fyrir að hafa grátið í beinni útsendingu á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins. Netverjar komu Ara þó margir til varnar og hrósuðu honum fyrir að leyfa tárunum að flæða.
Eurovision Tengdar fréttir Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00 Gleðitár Ara vekja athygli út fyrir landsteinana Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í söngvakeppninni. 11. mars 2018 15:33 Svíar hafa valið sitt framlag í Eurovision í ár Benjamin Ingrosso vann Melodifestivalen í Svíþjóð í kvöld. 10. mars 2018 23:15 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00
Gleðitár Ara vekja athygli út fyrir landsteinana Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í söngvakeppninni. 11. mars 2018 15:33
Svíar hafa valið sitt framlag í Eurovision í ár Benjamin Ingrosso vann Melodifestivalen í Svíþjóð í kvöld. 10. mars 2018 23:15