Allt tónlist sem snertir tilfinningarnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2018 06:00 Halldór Bjarki, Sigríður Ósk og Sigurður Halldórs eru í hinum fasta kjarna Symphonia Angelica. Barokkhópurinn Symphonia Angelica býður upp á dagskrá undir yfirskriftinni Barokk hjartans í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld, 2. mars klukkan 20. „Þetta er einstök dagskrá, allt tónlist sem snertir tilfinningarnar. Harmþrungin aría en líka ást, léttleiki, gleði og fögnuður,“ segir Sigurður Halldórsson sellóleikari, einn þeirra sem koma fram í Symphonia Angelica á morgun. Hinir eru Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran, Laufey Jensdóttir fiðluleikari, Halldór Bjarki Arnarson semballeikari og Arngeir Heiðar Hauksson teorbuleikari. Sérstakur gestur er Elmar Gilbertsson tenór. Aríur og dúettar úr óperunni Krýning Poppeu eftir Monteverdi og óperum eftir Händel eru meðal verka. Þá leikur Laufey Jensdóttir einleik í fiðlusónötu Bibers, Sonata representativa, þar sem fiðlan líkir eftir hinum ýmsu dýrahljóðum, svo sem ketti, næturgala og gauk. „Það koma tveir kaflar úr fiðlusónötunni hér og þar inn á milli aríanna,“ útskýrir Sigurður sem segir prógrammið eitt það flottasta sem hann hafi tekið þátt í lengi. „Líka að hafa Elmar og Sigríði Ósk þarna saman, það er gaman. Ég hef ekki unnið með Elvari áður en hann er ótrúlegur, getur sungið hvaða stíl sem er. Hann var einmitt að syngja hlutverkið í Poppeu úti í Hollandi frá því um mitt sumar og fram í nóvember.“ Á döfinni hjá Symphonia Angelica er stórt norrænt verkefni í samvinnu við FIBO Collegium þar sem margir helstu barokkhópar Norðurlanda koma við sögu. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Barokkhópurinn Symphonia Angelica býður upp á dagskrá undir yfirskriftinni Barokk hjartans í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld, 2. mars klukkan 20. „Þetta er einstök dagskrá, allt tónlist sem snertir tilfinningarnar. Harmþrungin aría en líka ást, léttleiki, gleði og fögnuður,“ segir Sigurður Halldórsson sellóleikari, einn þeirra sem koma fram í Symphonia Angelica á morgun. Hinir eru Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran, Laufey Jensdóttir fiðluleikari, Halldór Bjarki Arnarson semballeikari og Arngeir Heiðar Hauksson teorbuleikari. Sérstakur gestur er Elmar Gilbertsson tenór. Aríur og dúettar úr óperunni Krýning Poppeu eftir Monteverdi og óperum eftir Händel eru meðal verka. Þá leikur Laufey Jensdóttir einleik í fiðlusónötu Bibers, Sonata representativa, þar sem fiðlan líkir eftir hinum ýmsu dýrahljóðum, svo sem ketti, næturgala og gauk. „Það koma tveir kaflar úr fiðlusónötunni hér og þar inn á milli aríanna,“ útskýrir Sigurður sem segir prógrammið eitt það flottasta sem hann hafi tekið þátt í lengi. „Líka að hafa Elmar og Sigríði Ósk þarna saman, það er gaman. Ég hef ekki unnið með Elvari áður en hann er ótrúlegur, getur sungið hvaða stíl sem er. Hann var einmitt að syngja hlutverkið í Poppeu úti í Hollandi frá því um mitt sumar og fram í nóvember.“ Á döfinni hjá Symphonia Angelica er stórt norrænt verkefni í samvinnu við FIBO Collegium þar sem margir helstu barokkhópar Norðurlanda koma við sögu.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira