Reykingar hvergi minni en á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2018 10:17 Veipurnar eru að ryðja tóbakinu í burtu. Sígarettusala hefur hrunið um fimmtíu prósent frá árinu 2008. Samantekið þá er það svo að árið 2014 reyktu 35.000 manns eða 14 prósent landsmanna. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Þetta er fækkun í röðum reykingarmanna um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma.Að verulegu leyti veipunni að þakka Þetta les Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir út úr nýútkomnum talnabrunni Landlæknisembættisins. Hann segir engan vafa á leika að þetta megi einkum þakka tilkomu rafrettunnar eða veipunnar, eins og hann kýs að kalla raftækið sem framleiðir gufu með nikótíni og margir hafa fengið sér í stað sígarettunnar. Guðmundur Karl hefur látið mjög til sín taka í umræðunni um veipuna og telur yfirvöld vilja mála yfir þá staðreynd að henni megi þakka að verulegu leyti það að nú eru reykingar minni á Íslandi en þekkist í hinum vestræna heimi.Guðmundur Karl læknir talar um kraftaverk. Reykingar eru nánast að hverfa á Íslandi og hann þakkar það ekki síst aukinni notkun veipa.visir/anton brink„Kraftaverk. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir vissulega erfitt að staðhæfa um orsakasamhengi en þetta fari ekki á milli mála.Sala á tóbaki hrunið frá árinu 2008 „Ég kallaði eftir sölutölum tóbaks frá ÁTVR. Sígarettusala hefur hrunið um 50 prósent frá 2008 til vorra tíma. Algjör snilld,“ segir Guðmundur Karl. Í þeim tölum kemur einnig fram að sala á snusi hefur aukist til samræmis við það. „Reykingarnar eru hríðfallandi eins og við höfum aldrei áður séð séð. Stærstu orsakavaldarnir eru munntóbakið og veipurnar sem eru klárlega að hreinsa reykingarnar í burtu.“Eins og glögglega má sjá hefur sala á sígarettum hrunið á Íslandi.Fleiri veipa færri reykja Guðmundur Karl lítur til þess að notkun veipa hefur aukist, og enn er horft til talnabrunns Landlæknisembættisins. Dagleg notkun veipa meðal 18 ára og eldri mældist 4 prósent árið 2017 sem samsvarar því að um það bil 10 þúsund manns hafa notað veipur daglega ef tekið er mið af þjóðinni allri. Svipað hlutfall, eða um 4 prósent, notaði veipur sjaldnar en daglega. „Samtals veipa því 20.000 manns. Þetta er aukning frá sambærilegri mælingu árið 2016 þar sem tæplega 3 prósent sögðust nota veipur daglega og önnur 3 prósent sjaldnar en daglega eða samtals um 15 þúsund manns í heildina,“ segir Guðmundur Karl sem lítur á veipur sem mikla blessun fyrir lýðheilsu almennt. Kraftaverk reyndar. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Samantekið þá er það svo að árið 2014 reyktu 35.000 manns eða 14 prósent landsmanna. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Þetta er fækkun í röðum reykingarmanna um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma.Að verulegu leyti veipunni að þakka Þetta les Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir út úr nýútkomnum talnabrunni Landlæknisembættisins. Hann segir engan vafa á leika að þetta megi einkum þakka tilkomu rafrettunnar eða veipunnar, eins og hann kýs að kalla raftækið sem framleiðir gufu með nikótíni og margir hafa fengið sér í stað sígarettunnar. Guðmundur Karl hefur látið mjög til sín taka í umræðunni um veipuna og telur yfirvöld vilja mála yfir þá staðreynd að henni megi þakka að verulegu leyti það að nú eru reykingar minni á Íslandi en þekkist í hinum vestræna heimi.Guðmundur Karl læknir talar um kraftaverk. Reykingar eru nánast að hverfa á Íslandi og hann þakkar það ekki síst aukinni notkun veipa.visir/anton brink„Kraftaverk. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir vissulega erfitt að staðhæfa um orsakasamhengi en þetta fari ekki á milli mála.Sala á tóbaki hrunið frá árinu 2008 „Ég kallaði eftir sölutölum tóbaks frá ÁTVR. Sígarettusala hefur hrunið um 50 prósent frá 2008 til vorra tíma. Algjör snilld,“ segir Guðmundur Karl. Í þeim tölum kemur einnig fram að sala á snusi hefur aukist til samræmis við það. „Reykingarnar eru hríðfallandi eins og við höfum aldrei áður séð séð. Stærstu orsakavaldarnir eru munntóbakið og veipurnar sem eru klárlega að hreinsa reykingarnar í burtu.“Eins og glögglega má sjá hefur sala á sígarettum hrunið á Íslandi.Fleiri veipa færri reykja Guðmundur Karl lítur til þess að notkun veipa hefur aukist, og enn er horft til talnabrunns Landlæknisembættisins. Dagleg notkun veipa meðal 18 ára og eldri mældist 4 prósent árið 2017 sem samsvarar því að um það bil 10 þúsund manns hafa notað veipur daglega ef tekið er mið af þjóðinni allri. Svipað hlutfall, eða um 4 prósent, notaði veipur sjaldnar en daglega. „Samtals veipa því 20.000 manns. Þetta er aukning frá sambærilegri mælingu árið 2016 þar sem tæplega 3 prósent sögðust nota veipur daglega og önnur 3 prósent sjaldnar en daglega eða samtals um 15 þúsund manns í heildina,“ segir Guðmundur Karl sem lítur á veipur sem mikla blessun fyrir lýðheilsu almennt. Kraftaverk reyndar.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira