Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. mars 2018 19:30 Erlendur kvensjúkdómalæknir sem framkvæmt hefur umskurð á drengjum í hundruð skipta hvetur til upplýsandi umræðu um þessi mál hér á landi. Hann segir umskurðinn ekki sársaukafullan og að flest börn hafi verið sofandi á meðan framkvæmdin átti sér stað. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins um bann við umskurði drengja liggur nú fyrir til annarrar umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Málið þykir afar umdeilt en verði frumvarpið að lögum verður umskurður á drengjum gerður refsiverður. Ty Erickson er sérfræðilæknir frá Bandaríkjunum og hefur framkvæmt hundruð umskurða í heimalandi sínu. Honum finnst áhugavert hversu mikil umræða er um þessi mál hér á landi. Hann segir að á engan hátt sé hægt að bera saman umskurð drengja og umskurð stúlkna. „Við tölum ekki lengur um "umskurð kvenna" því þetta var ekki umskurður, þetta var afskræming á kynfærum kvenna. Ég er algerlega á móti hvers konar löskun á kynfærum kvenna“, segir Ty Erickson, kvensjúkdómalæknir. Sú aðgerð hafi verið ofbeldisfull og meiðandi en svo sé ekki með umskurð drengja.Ty Erickson segir að umskurður drengja sé alls ekki eins sársaukafullur og af er látið.Stöð 2„Ég hef framkvæmt hundruð umskurða á barnungum drengjum með deyfingu og í dauðhreinsuðu umhverfi. Þarna er um það að ræða að fjarlægja dálitla húð en ekki karlkyns kynfæri, sem er allt annar handleggur,“ segir Ty. Hann segir umskurð drengja alls ekki eins sársaukafullan og af er látið. „Flest börnin sem ég hef gert þetta við hafa sofið, bókstaflega sofið á meðan á aðgerðinni stóð. Svo þetta er ekki sársaukafull aðgerð. Ég hef gert hundruð aðgerða. Ef þetta er gert rétt, með deyfingu, þá er þetta ekki kvalafull aðgerð,“ segir Ty. Ty hvetur áfram til upplýsandi umræðu í þjóðfélaginu en segir að ekki sé rétt að glæpavæða framkvæmdina. Hann segir læknisfræðina hafa margsannað að umskurður drengja sé af hinu góða. „Það er tíföld fækkun reðurkrabbameinstilfella, það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga, það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma. Af þessum ástæðum og öðrum er mikill læknisfræðilegur ávinningur. Ég er ekki að segja að það ætti að umskera alla en þar sem það er ávinningur af þessu ætti að taka foreldrana inn í jöfnuna þegar ákveðið er hver menningin er og hvernig best sé að þjóna barninu,“ segir Ty Erickson kvensjúkdómalæknir. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Erlendur kvensjúkdómalæknir sem framkvæmt hefur umskurð á drengjum í hundruð skipta hvetur til upplýsandi umræðu um þessi mál hér á landi. Hann segir umskurðinn ekki sársaukafullan og að flest börn hafi verið sofandi á meðan framkvæmdin átti sér stað. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins um bann við umskurði drengja liggur nú fyrir til annarrar umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Málið þykir afar umdeilt en verði frumvarpið að lögum verður umskurður á drengjum gerður refsiverður. Ty Erickson er sérfræðilæknir frá Bandaríkjunum og hefur framkvæmt hundruð umskurða í heimalandi sínu. Honum finnst áhugavert hversu mikil umræða er um þessi mál hér á landi. Hann segir að á engan hátt sé hægt að bera saman umskurð drengja og umskurð stúlkna. „Við tölum ekki lengur um "umskurð kvenna" því þetta var ekki umskurður, þetta var afskræming á kynfærum kvenna. Ég er algerlega á móti hvers konar löskun á kynfærum kvenna“, segir Ty Erickson, kvensjúkdómalæknir. Sú aðgerð hafi verið ofbeldisfull og meiðandi en svo sé ekki með umskurð drengja.Ty Erickson segir að umskurður drengja sé alls ekki eins sársaukafullur og af er látið.Stöð 2„Ég hef framkvæmt hundruð umskurða á barnungum drengjum með deyfingu og í dauðhreinsuðu umhverfi. Þarna er um það að ræða að fjarlægja dálitla húð en ekki karlkyns kynfæri, sem er allt annar handleggur,“ segir Ty. Hann segir umskurð drengja alls ekki eins sársaukafullan og af er látið. „Flest börnin sem ég hef gert þetta við hafa sofið, bókstaflega sofið á meðan á aðgerðinni stóð. Svo þetta er ekki sársaukafull aðgerð. Ég hef gert hundruð aðgerða. Ef þetta er gert rétt, með deyfingu, þá er þetta ekki kvalafull aðgerð,“ segir Ty. Ty hvetur áfram til upplýsandi umræðu í þjóðfélaginu en segir að ekki sé rétt að glæpavæða framkvæmdina. Hann segir læknisfræðina hafa margsannað að umskurður drengja sé af hinu góða. „Það er tíföld fækkun reðurkrabbameinstilfella, það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga, það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma. Af þessum ástæðum og öðrum er mikill læknisfræðilegur ávinningur. Ég er ekki að segja að það ætti að umskera alla en þar sem það er ávinningur af þessu ætti að taka foreldrana inn í jöfnuna þegar ákveðið er hver menningin er og hvernig best sé að þjóna barninu,“ segir Ty Erickson kvensjúkdómalæknir.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30