Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Benedikt Bóas skrifar 21. febrúar 2018 05:30 Birgitta Haukdal verður í aðalhlutverki í Vestmannaeyjum í sumar þegar Þjóðhátíð verður flautuð á. „Það var svo klikkaðslega skemmtilegt þegar ég gerði þetta í fyrra að Írafár ákvað að mæta í ár,“ segir söngkonan og barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal en Írafár verður eitt af aðalatriðum á Þjóðhátíð í sumar. Miðasala hefst í dag en fyrir utan Írafár eru þeir Jói Pé og Króli og sjálfur Páll Óskar uppi á stóra sviðinu að trylla lýðinn. „Þetta verður alveg geggjað,“ segir hún en búast má við að allir stærstu slagarar Írafárs muni heyrast um dalinn eins og Fingur, Eldur í mér, Ég sjálf og Stórir hringir svo nokkrir slagarar séu nefndir. „Við höfum haldið okkur til hlés í nokkur ár. Höfum ekkert verið að koma fram. Þegar ég fór að taka þessi lög í fyrra á Fiskideginum mikla á Dalvík og á Þjóðhátíð þá fann ég einmitt hvað þetta var gaman, hvað ég hafði saknað laganna og að vera í hljómsveitinni. Það er svo skemmtilegt og dásamleg tilfinning að syngja fyrir fólk sem hefur gaman af lögunum okkar. Ég tékkaði á strákunum og athugaði hvort við ættum ekki að byrja aftur, því við höfum verið að ræða hvenær væri rétta stundin að koma til baka og gera eitthvað skemmtilegt.“ Ekki stóð á vinsældunum. Hljómsveitin setti tónleika í júní í Hörpu í tilefni af 20 ára afmælis og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Það var því ákveðið að hlaða í aðra og það er nánast uppselt á þá líka. „Fyrst þetta gekk svona vel þá sagði ég nú við strákana að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira, fyrst fólkið er til. Þannig að við verðum á Þjóðhátíð og erum mjög spennt.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 20. febrúar 2018 12:23 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Julian McMahon látinn Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
„Það var svo klikkaðslega skemmtilegt þegar ég gerði þetta í fyrra að Írafár ákvað að mæta í ár,“ segir söngkonan og barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal en Írafár verður eitt af aðalatriðum á Þjóðhátíð í sumar. Miðasala hefst í dag en fyrir utan Írafár eru þeir Jói Pé og Króli og sjálfur Páll Óskar uppi á stóra sviðinu að trylla lýðinn. „Þetta verður alveg geggjað,“ segir hún en búast má við að allir stærstu slagarar Írafárs muni heyrast um dalinn eins og Fingur, Eldur í mér, Ég sjálf og Stórir hringir svo nokkrir slagarar séu nefndir. „Við höfum haldið okkur til hlés í nokkur ár. Höfum ekkert verið að koma fram. Þegar ég fór að taka þessi lög í fyrra á Fiskideginum mikla á Dalvík og á Þjóðhátíð þá fann ég einmitt hvað þetta var gaman, hvað ég hafði saknað laganna og að vera í hljómsveitinni. Það er svo skemmtilegt og dásamleg tilfinning að syngja fyrir fólk sem hefur gaman af lögunum okkar. Ég tékkaði á strákunum og athugaði hvort við ættum ekki að byrja aftur, því við höfum verið að ræða hvenær væri rétta stundin að koma til baka og gera eitthvað skemmtilegt.“ Ekki stóð á vinsældunum. Hljómsveitin setti tónleika í júní í Hörpu í tilefni af 20 ára afmælis og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Það var því ákveðið að hlaða í aðra og það er nánast uppselt á þá líka. „Fyrst þetta gekk svona vel þá sagði ég nú við strákana að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira, fyrst fólkið er til. Þannig að við verðum á Þjóðhátíð og erum mjög spennt.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 20. febrúar 2018 12:23 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Julian McMahon látinn Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 20. febrúar 2018 12:23