Skorað á sjálfstæðismenn í sveitarstjórnarmálum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Samkvæmt heimildum fréttastofu telur hópur innan flokksins hins vegar að tryggja megi breiðari samstöðu með varaformanni úr sveitarstjórnarmálum og hefur verið skorað á aðra í því samhengi. Þórdís er sú fyrsta sem tilkynnir formlega um framboð til varaformanns en kosið verður í embættið á landsfundinum í miðjum mars. Hún finnur fyrir töluverðum stuðningi og tók ákvörðunina í ljósi þess. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.„Ástæðan er mjög einföld þrátt fyrir að ákvörðunin sé stór. Þegar maður hefur helgað kröftum sínum stjórnmálum er þetta bara enn annað tækifærið til þess að láta gott af sér leiða," segir Þórdís Kolbrún. Þórdís hefur íhugað framboðið í nokkurn tíma og ætlaði einnig að bjóða sig fram þegar landsfundurinn var upphaflega á dagskrá í nóvember. Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir sem hefur verið starfandi varaformaður hyggst ekki fara í varaformannsslaginn en ætlar að bjóða sig aftur fram sem ritari flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þó verið skorað á fleiri og er einhver vilji innan flokksins til þess að fá einstakling úr sveitastjórnmálum í embættið til að skapa breiðari samstöðu. Skorað hefur verið á Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita flokksins í Hafnarfirði, en í samtali við fréttastofu segist hún ekki hafa gert upp hug sinn. Þá hefur einnig verið skorað á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs og er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einnig að íhuga málið. Þórdís segist ætla einbeita sér að því að ná til fleira fólks nái hún kjöri. „Það eru ákveðnir hópar sem hlusta síður þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar. En oft þegar maður nær talsambandi við fólk heyrir maður að það er samhljómur," segir Þórdís Kolbrún. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Samkvæmt heimildum fréttastofu telur hópur innan flokksins hins vegar að tryggja megi breiðari samstöðu með varaformanni úr sveitarstjórnarmálum og hefur verið skorað á aðra í því samhengi. Þórdís er sú fyrsta sem tilkynnir formlega um framboð til varaformanns en kosið verður í embættið á landsfundinum í miðjum mars. Hún finnur fyrir töluverðum stuðningi og tók ákvörðunina í ljósi þess. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.„Ástæðan er mjög einföld þrátt fyrir að ákvörðunin sé stór. Þegar maður hefur helgað kröftum sínum stjórnmálum er þetta bara enn annað tækifærið til þess að láta gott af sér leiða," segir Þórdís Kolbrún. Þórdís hefur íhugað framboðið í nokkurn tíma og ætlaði einnig að bjóða sig fram þegar landsfundurinn var upphaflega á dagskrá í nóvember. Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir sem hefur verið starfandi varaformaður hyggst ekki fara í varaformannsslaginn en ætlar að bjóða sig aftur fram sem ritari flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þó verið skorað á fleiri og er einhver vilji innan flokksins til þess að fá einstakling úr sveitastjórnmálum í embættið til að skapa breiðari samstöðu. Skorað hefur verið á Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita flokksins í Hafnarfirði, en í samtali við fréttastofu segist hún ekki hafa gert upp hug sinn. Þá hefur einnig verið skorað á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs og er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einnig að íhuga málið. Þórdís segist ætla einbeita sér að því að ná til fleira fólks nái hún kjöri. „Það eru ákveðnir hópar sem hlusta síður þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar. En oft þegar maður nær talsambandi við fólk heyrir maður að það er samhljómur," segir Þórdís Kolbrún.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira