Lífið

„Er ekki orðin stressuð ennþá“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ebba Guðný er klár í slaginn.
Ebba Guðný er klár í slaginn. mynd/Lucinda
„Mér líst bara vel á það. Það er ekki á hverjum degi sem manni býðst frí einkakennsla í allskonar samkvæmisdönsum. Ég vona bara að mér takist að ná tökum á einhverri lágmarkstækni og svo auðvitað sporunum í tæka tíð fyrir hvern sunnudag sem ég er með,“ segir sjónvarpskokkurinn og Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem ætlar að slá til og taka þátt í dansþættinum Allir geta dansað.

Allir geta dansað fer í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars en um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. Ebba segist ekki vera ýkja góður dansari.

„Ég kann ekki neitt. En vonandi getur Javi kennt mér nóg til að líta sæmilega út á sviðinu. Ég vona það,“ segir Ebba en dansfélagi hennar heitir Javier Fernandez Valino. Fimm karlmenn og fimm konur taka þátt í þáttunum. Þessir aðilar eru paraðir við fimm atvinnudanskonur og fimm atvinnudansarar.

„Ég er ekki orðin stressuð ennþá. En ef ég verð ennþá að ruglast á sporum og öðru rétt fyrir 11. mars, þá verð ég mjög stressuð. Annars bara hæfilega.“

Fylgstu með Stöð 2 á Instagram.


Tengdar fréttir

Vonar að allir geti í alvörunni dansað

Fjölmiðlakonan Hugrún Halldórsdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

Sunddrottning gæti orðið dansdrottning

Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

„Of galin hugmynd til að segja nei“

Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

„Stress er ekki til í minni orðabók“

"Mér líst vel á að taka þátt. Mig vantaði einmitt góða áskorun á mig inn í meistaramánuð,“ segir einkaþjálfarinn og viðskiptamaðurinn Arnar Grant sem ætlar að slá til og taka þátt í dansþættinum Allir geta dansað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×