Á þriðja tug snjóflóða féllu í Súðavíkurhlíð á innan við sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 20:00 Á þriðja tug snjóflóða hafa fallið í Súðavíkurhlíð á skömmum tíma og er hægt að tala um sannkallaða snjóflóðahrinu að sögn sérfræðings. Veður var með ágætu móti víða í dag en búist er við leiðindaveðri aftur í nótt og á morgun. Talsverður snjóþungi gæti orðið í borginni í fyrramálið. Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Að sögn Tómasar Jóhannessonar snjóflóðasérfræðings eru það óvenju mörg flóð í einni hrinu. Afar snjóþungt hefur verið víða um land og hafa snjóflóð fallið bæði á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. Vestfirðingar voru frelsinu fagnandi eftir að vegurinn um Súðavíkurhlíð og aðrir vegir voru opnaðir að loknum snjómokstri í dag. Áfram gæti þó verið flóðahætta til fjalla og gæti hættan farið vaxandi aftur í nótt og því ástæða til að gæta fyllstu varúðar. Þótt veður hafi verið með ágætu móti víða um landið í dag er þó tíðinda aftur að vænta í nótt og í fyrramálið þegar ný lægð læðist upp að landinu með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Að sögn veðurfræðings kemur lægðin inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. Tekur að lægja eftir því sem líður á eftirmiðdaginn og veður versnar strax aftur á miðvikudaginn. Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega því búast við að umferð verði talsvert þung og gangi hægt fyrir sig í fyrramálið og er því ráðlagt að gefa sér góðan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur gengið ágætlega að ryðja snjó af götum og göngustígum borgarinnar þó einhver biluð tæki hafi sett strik í reikningin. Því er biðlað til vegfarenda að sýna biðlund og þolinmæði en snjómokstur í íbúðagötum getur tekið allt að einhverja daga. Tengdar fréttir Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. 12. febrúar 2018 15:43 Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. 12. febrúar 2018 08:33 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Á þriðja tug snjóflóða hafa fallið í Súðavíkurhlíð á skömmum tíma og er hægt að tala um sannkallaða snjóflóðahrinu að sögn sérfræðings. Veður var með ágætu móti víða í dag en búist er við leiðindaveðri aftur í nótt og á morgun. Talsverður snjóþungi gæti orðið í borginni í fyrramálið. Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Að sögn Tómasar Jóhannessonar snjóflóðasérfræðings eru það óvenju mörg flóð í einni hrinu. Afar snjóþungt hefur verið víða um land og hafa snjóflóð fallið bæði á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. Vestfirðingar voru frelsinu fagnandi eftir að vegurinn um Súðavíkurhlíð og aðrir vegir voru opnaðir að loknum snjómokstri í dag. Áfram gæti þó verið flóðahætta til fjalla og gæti hættan farið vaxandi aftur í nótt og því ástæða til að gæta fyllstu varúðar. Þótt veður hafi verið með ágætu móti víða um landið í dag er þó tíðinda aftur að vænta í nótt og í fyrramálið þegar ný lægð læðist upp að landinu með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Að sögn veðurfræðings kemur lægðin inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. Tekur að lægja eftir því sem líður á eftirmiðdaginn og veður versnar strax aftur á miðvikudaginn. Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega því búast við að umferð verði talsvert þung og gangi hægt fyrir sig í fyrramálið og er því ráðlagt að gefa sér góðan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur gengið ágætlega að ryðja snjó af götum og göngustígum borgarinnar þó einhver biluð tæki hafi sett strik í reikningin. Því er biðlað til vegfarenda að sýna biðlund og þolinmæði en snjómokstur í íbúðagötum getur tekið allt að einhverja daga.
Tengdar fréttir Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. 12. febrúar 2018 15:43 Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. 12. febrúar 2018 08:33 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. 12. febrúar 2018 15:43
Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. 12. febrúar 2018 08:33